Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir og Andrea Bergsdóttir hefja leik þriðjudaginn 10. desember n.k. á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina 2025 en LET er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. 

Alls eru 248 leikmenn skráðir til leiks, sem er metþátttaka, og er keppt á fjórum völlum á Lalla Aicha golfsvæðinu í Marokkó. Til samanburðar voru 221 keppandi á 1. stigi úrtökumótsins í fyrra.

Leiknir verða þrír 18 holu hringir eða alls 54 holur á þremur keppnisdögum og keppa leikmenn alltaf á sama vellinum. 

Á fyrra stigi úrtökumótsins er keppt um laus sæti á lokaúrtökumótinu sem fer einnig fram í Marokkó dagana 16.-20. desember. Ekki liggur fyrir á þessari stundi hversu margir keppendur komast áfram af hverjum velli fyrir sig á fyrra stigi úrtökumótsins. Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann sér inn keppnisrétt beint á lokaúrtökumótið með góðum árangri á LET Access mótaröðinni í ár þar sem hún endaði í 21. sæti á stigalistanum.

Andrea hefur leik kl. 9:58 að íslenskum tíma á Palm Golf Ourika vellinum og Ragnhildur hefur leik kl. 8:30 að íslenskum tíma á Samanah vellinum.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit hjá Andreu á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina 2024

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit hjá Ragnhildi á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina 2024

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ