GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Andri Már Guðmundsson og Ragnhildur Kristinsdóttir
Auglýsing

Úrslitakeppni Landsmótsins í golfhermum fór fram föstudaginn 25. apríl í Íþróttamiðstöð GKG. Eftir tvær undankeppnir og harða baráttu höfðu 268 keppendur verið skornir niður í sextán, átta karla og átta konur.

Leikinn var 36 holu höggleikur á Le Golf National vellinum í París, sem reynir á allar hliðar golfsins.
Karlar leika völlinn af svörtum teigum, 6650 metrar og konur af bláum teigum, 5246 metrar.

Eftir fyrri 18 holurnar voru það Veigar Heiðarsson og Ragnhildur Kristinsdóttir sem leiddu mótið. Veigar lék hringinn á 67 höggum og var með eins höggs forystu á þá Andrá Má Guðmundsson og Val Snæ Guðmundsson. Ragnhildur lék á 62 höggum, eða 10 undir pari, og var með fjögurra högga forystu á Evu Kristinsdóttur og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.

Seinni 18 holurnar voru sýndar í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 Sport og Facebook síðu GSÍ. Mikil vinna er lögð í mótið og gaman að sjá afrakstur þess og spilamennsku þeirra flottu kylfinga sem við eigum.

Seinni hringurinn spilaðist erfiðari en sá fyrri, en vindurinn í golfhermunum var aukinn milli hringja. Sú breyting hafði áhrif á spilamennsku, en einungis þrír kylfingar skiluðu inn betra skori í rokinu á seinni hringnum.

Eftir frábæran fyrri hring tryggði Ragnhildur sér sigurinn með því að leika aftur best allra kvenna á seinni hringnum, eða á 69 höggum. Hún sigraði mótið með fimm högga mun og reyndist sigurinn aldrei í hættu. Eva Kristinsdóttir endaði í öðru sæti á -8 eftir tvo flotta hringi og Guðrún Brá tók þriðja sætið með samanlagt skor upp á -1.

Úrslit kvenna:

SætiNafnKlúbburSkor
1.Ragnhildur KristinsdóttirGR-13
2.Eva KristinsdóttirGM-8
3.Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGK-1
4.Karen Lind StefánsdóttirGKG+1
5.Embla Hrönn HallsdóttirGKG+4
6.Una Karen GuðmundsdóttirGKG+8
7.Sigurást Júlía ArnarsdóttirGK+14
8.Sara María GuðmundsdóttirGM+18

Í karlaflokki var það Andri Már Guðmundsson sem stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran seinni hring. Andri lauk leik á -9, fimm höggum á undan Val Snæ Guðmundssyni sem varð annar. Veigar Heiðarsson og Aron Skúli Ingason deildu þriðja sætinu með skori upp á -2.

Úrslit karla:

SætiNafnKlúbburSkor
1.Andri Már GuðmundssonGM-9
2.Valur Snær GuðmundssonGA-4
T3Aron Skúli IngasonGM-2
T3Veigar HeiðarssonGA-2
5.Aron Snær JúlíussonGKG-1
6.Skúli ÁgústssonGK+1
7.Ólafur Marel ÁrnasonNK+4
8.Arnór Tjörvi ÞórssonGR+6

Sigurvegarar mótsins fengu að launum 130.000kr og nafn sitt á farandbikar Landsmótsins. Annað sætið vann sér inn 50.000kr og þriðja sætið 30.000kr.

Glæsilegu móti er hér með lokið. Metfjöldi kylfinga tók þátt í mótinu í ár sem helst í hendur við þær auknu vinsældir sem golfið og golfhermar hafa notið á síðustu árum. Útsending og umgjörð var til fyrirmyndar hjá GKG og RÍSÍ, og verður betri með hverju árinu.

Sérstakar þakkir fara til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem hélt mótið, og allra þeirra sem komu að framkvæmd þess.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ