KPMG-mótið hófst föstudaginn 19. júlí en það er jafnframt fjórða mótið á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Axel Bóasson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR fögnuðu sigri. Þetta er í annað sinn sem Axel sigrar í Hvaleyrarbikarnum en í fyrsta sinn sem Ragnhildur vinnur þetta mót.
Axel Bóasson úr GK landaði yfirburðasigri, á -12 samtals, og var hann 10 höggum á undan þremur kylfingum sem enduðu jafnir í 2. sæti.Axel lék hringina þrjá á 66-68-66 höggum.
Ragnhildur sigraði með minnsta mun en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varð önnur. Ragnhildur var með fjögurra högga forskot fyrir lokaholuna, sem hún lék á +3 eða 7 höggum. Guðrún Brá náði ekki að jafna við Ragnhildi með parpúttinu sem hefði dugað til að komast í bráðabana um sigurinn.
Skor keppenda er uppfært á þriggja holu fresti. Smelltu hér:
Staða efstu kylfinga eftir lokakeppnisdaginn:
Karlar:
1. Axel Bóasson, GK (67-68-66) 201 högg högg (-12)
2.-4. Aron Snær Júlíusson, GKG (72-73-66) 211 högg (-2)
2.-4. Tumi Hrafn Kúld, GA (73-72-66) 211 högg (-2)
2.-4. Hlynur Bergsson, GKG (69-72-70) 211 högg (-2)
5. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (71-71-70) 212 högg (-1)
Konur:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (75-71-72) 218 högg (+5)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-73-70) 219 högg (+6)
3. Hulda Clara Gestsdóttir GKG (79-70-75) 224 högg (+11)
4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (77-76-77) 230 högg (+17)
4.-5. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-80-76) 232 högg (+19)
4.-5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (76-75-81) 232 högg (+19)
Margir af bestu kylfingum landsins eru á meðal keppenda. Má þar nefna Íslandsmeistarana í kvenna og karlaflokki 2018, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, og Axel Bóasson úr GK.
Fjölmargir nýkrýndir klúbbmeistarar hafa skráð sig til leiks auk atvinnukylfinga á borð við Andra Þór Björnsson, GR, Ólaf Björn Loftsson, GKG. Rúnar Arnórsson, GK, Íslandsmeistari í holukeppni 2019 er á meðal keppenda.
Guðrún Brá er með lægstu forgjöfina í kvennaflokki eða -2,3. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR kemur þar næst með -1. Meðalforgjöf kvenna í mótinu er 2,5 en alls eru 17 konur skráðar til leiks.
Axel Bóasson er með lægstu forgjöfina í karlaflokki eða -3,5. Þar á eftir kemur hinn 17 ára gamli Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR með -2,8. Sex kylfingar eru með -2,5 – -2 í forgjöf og má þar nefna Andra Þór Björnsson atvinnukylfing úr GR sem er með -2,5.
Alls eru 81 keppendur skráðir til leiks og koma þeir frá 14 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá GR eða 22 og GK er með 16 keppendur.
1 | GR | 22 |
2 | GK | 16 |
3 | GKG | 14 |
4 | GM | 11 |
5 | GA | 4 |
6 | GÖ | 3 |
7 | GV | 2 |
8 | GS | 2 |
9 | GOS | 2 |
10 | NK | 1 |
11 | GVS | 1 |
12 | GO | 1 |
13 | GHD | 1 |
14 | GB | 1 |
Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.
Leikfyrirkomulag
Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% af fjölda keppenda úr hvorum flokki.
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144 Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn að lágmarki 42 í hvorum flokki. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.
Stigakeppni Golfklúbba
Hver golfklúbbur skráir 3-4 karla og 2-3 konur úr hópi sinna keppenda sem taka þátt í hverju stigamóti og tilkynna nöfnin tilmotanefnd@golf.is a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir mót. Þannig þurfa lið ekki að vera skipuð sömu einstaklingunum í öllum mótunum. Þrjú bestu heildarskor karla og tvö bestu heildarskor kvenna telja í keppninni og fá liðin stig í samræmi við árangur, á sama hátt og í stigakeppni einstaklinga. Þau lið sem eru með flest stig í lok sumars hljóta titilinn stigameistarar golfklúbba.