Rástímar á Áskorendamótaröðinni á Nesvellinum – ræst út kl. 9 og 12

Íslandsbankamótaröðin 2017, Hella

Metfjöldi keppenda er skráður til leiks á Áskorendamótið á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fer laugardaginn 25. ágúst á Nesvellinum. Af þeim sökum verður ræst út í tvennu lagi.

Þeir keppendur sem eru skráðir í 9 holu mótið verða allir ræstir út samtímis kl. 9.00 á Nesvellinum. Nauðsynlegt er að mæta tímanlega og fylgjast með tilkynningum á golf.is.

Þeir keppendur sem eru skráðir í 18 holu mótið verða allir ræstir út samtímis kl. 12.00. Nauðsynlegt er að mæta tímanlega og fylgjast með tilkynningum á golf.is.


(Visited 1.637 times, 1 visits today)