Keppt var um formannabikarinn eins og hefðin er á mánudegi eftir Íslandsmót.
Þar er formönnum og framkvæmdastjórum ásamt mökum boðið að leika keppnisvöllinn eins og honum er stillt upp á lokadegi í Íslandsmóti.
Góð þátttaka var að venju mótinu og úrslitin eftirfarandi í punktakeppni með forgjöf
- Rebekka Th. Kristjánsdóttir Golfklúbbnum Glanna 37 punktar
- Ólafur Jónsson Golfklúbbi Öndverðaness 36 punktar
- Daníel Einarsson Golfklúbbi Sangerðis 33 punktar
Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, afhenti Kára Tryggvasyni formanni GM gjöf sem þakklætisvott frá GSÍ vegna Íslandsmótsins í golfi 2020 sem fram fór á Hlíðavelli dagana 6.-9. ágúst s.l.
Golfsambandi þakkar öllum sem að Íslandsmótinu komu og aftur sýndi golfhreyfingin mikla samstöðu við framkvæmd mótsins.