/

Deildu:

PGA liðakeppni yngri kylfinga á Nesvelli 2016. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Golfsamband Íslands skilaði rétt tæplega 4 milljóna kr. hagnaði á síðasta rekstrarári. Veltuaukning var 21% á milli ára en heildarvelta GSÍ var 182 milljónir kr.

Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir smávægilegum hagnaði á árinu en árangurinn fór fram úr væntingum. Hagnaður sambandsins á árinu var 3,7 milljónir króna og heildarvelta 182 milljónir króna, samanborið við 151 milljónir króna á síðasta ári. Það felur í sér 21% veltuaukningu milli ára.

Stjórn sambandsins er afar stolt af þessum árangri, sem vissulega má rekja til fjölgunar félagsmanna í hreyfingunni en ekki síður mikillar vinnu við öflunar nýrra samstarfsaðila.

Tveir nýir aðalsamstarfsaðilar bættust í hópinn á þessu ári; Borgun og Bílaumboðið Bernhard. Þá bættst KPMG í hóp samstarfsaðila á Eimskipsmótaröðinni auk þess sem fjöldi annarra samstarfsaðila bættist í hópinn með öðrum hætti. Stjórnarmenn sambandsins tóku virkari þátt í fjáröflun sambandsins en áður hefur þekkst og bar það mikinn ávöxt. Þá er gaman að segja frá því að 12 milljónir króna hafa safnast til hreyfingarinnar frá opinberum aðilum á síðustu tveimur árum, bæði í tengslum við Íslandsmótið í golfi og Evrópumót kvennalandsliða. Þetta eru fjármunir sem ekki hafa áður verið sóttir af golfhreyfingunni til opinberra aðila en þeir hafa komið sér virkilega vel í metnaðarfullu starfi hreyfingarinnar.

[pull_quote_right]Stjórn sambandsins er afar stolt af þessum árangri, sem vissulega má rekja til fjölgunar félagsmanna í hreyfingunni en ekki síður mikillar vinnu við öflunar nýrra samstarfsaðila. [/pull_quote_right]

Stjórn golfsambandsins reynir ávallt að sýna varkárni og aðhald í rekstri og er það stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 15-20% af heildargjöldum þess á hverjum tíma til að tryggja að hægt sé að taka við óvæntum áföllum og er ánægjulegt að sjá að við nálgumst það markmið. Þá er það jafnframt langtímamarkmið sambandsins að auka sértekjur sambandsins þannig að hlutfall tekna af félagagjöldum lækki niður í þriðjung.
Eins og undanfarin ár var Eimskipafélag Íslands okkar helsti bakhjarl í tengslum við mótahald þeirra bestu og er það mikilvægt fyrir okkur í íþróttahreyfingunni að hafa svo öfluga bakhjarla, því án þeirra væri erfitt að koma íþróttinni á framfæri. Aðrir megin samstarfsaðilar sambandsins eru Ölgerðin, Síminn, KPMG, Icelandair, Borgun, Securitas, Bernhard, Nýherji, Íslandsbanki, Vörður og Zo On.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ