Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni tók gott stökk á heimslistanum í golfi eftir góðan árangur hennar á LET Access mótaröðinni í Sviss um liðna helgi. Valdís Þóra er í sæti nr. 602 á heimslistanum og fór upp um 50 sæti.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í sæti nr. 519 á heimslistanum og fer niður um eitt sæti frá því í síðustu viku.
Valdís Þóra er í 22. sæti á stigalista LET Access mótaraðarinnar eftir tvö mót á þeirri mótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Á sjálfri LET Evrópumótaröðinni er Valdís Þóra í 71. sæti á stigalistanum eftir þrjú mót á þessu tímabili.
Ólafía Þórunn er í 119. sæti á stigalista LPGA mótaraðarinnar sem er sú sterkasta hjá atvinnukonum í golfi. Hún hefur leikið á sex mótum og náð í gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra.