Hádegisfyrirlestur og umræður um hagræðingu og betri áhættustýringu í rekstri golfvalla. Hvað getum við lært af öðrum í tengslum við róbótavæðingu og aukinna forvarna gegn ofsaveðri til að styrkja golfíþróttina?
Er tækfæri til að styrkja rekstrargrundvöll golfklúbba með fjárfestingu í slátturóbótum og annarri rafvæðingu tækja. Hvernig er hægt að þróa mótvægisaðgerðir gegn ofsaveðri og flóðum? Þessum spurningum verður reynt að svara á hádegisfyrirlestri sem fram fer í bíósal Laugardalshallar miðvikudaginn 7. maí 2025 kl. 11:45-13:00.
Dagskrá:
- Sjálfbærnivegferð golfhreyfingarinnar
- Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ
- Rekstrarhagkvæmni golfklúbba með rafvæðingu og notkun róbóta
- Bjarni Hannesson íþróttavallayfirborðstæknifræðingur, SÍGÍ og GM
- Hvernig geta golfklúbbar undirbúið sig gagnvart flóðum og ofsaveðri?
- Brynjar E. Geirsson, framkvæmdastóri GSÍ stýrir panel með fulltrúum golfklúbba
Fundarstjóri: Gunnar S. Magnússon, meðlimur í sjálfbærninefnd GSÍ og meðeigandi og yfirmaður sjálfbærniráðgjafar hjá Deloitte
Skráning á viðburðinn: https://forms.gle/mL46uEdc94mP7bus9
Frítt og opið fyrir alla áhugasama. Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 11:30.