Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili endaði í 44. sæti á Evrópumót einstaklinga sem lauk í Eistlandi um helgina. Rúnar var eini íslenski keppandinn sem komst í gegnum niðurskurðinn á þessu móti en alls tóku fimm Íslendingar þátt.
Rúnar lék á +2 á lokahringnum og var hann samtals á -2 en hann setti m.a. vallarmet á þriðja keppnisdeginum þegar hann lék á 64 höggum eða -8 og komst þar með í gegnum niðurskurðinn.
Luca Cianchetti frá Ítalíu fagnaði Evrópumeistaratitlinum eftir sjö holu bráðabana gegn Norðmanninum Viktor Hovland en þeir léku báðir á -16 samtals.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Gísli Sveinbergsson úr GK voru einu höggi frá því að komast áfram en þeir léku báðir á einu höggi yfir pari vallar samtals. Andri Þór Björnsson úr GR lék á +3 samtals og Haraldur Franklín Magnús úr GR lék á +7.