Site icon Golfsamband Íslands

Rúnar Arnórsson nýr framkvæmdastjóri PGA á Íslandi

Rúnar Arnórsson. Mynd/seth@golf.is

Rúnar Arnórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Ólafi Birni Loftssyni en Ólafur tók við starfi afreksstjóra GSÍ á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PGA.

Rúnar hefur störf frá og með 1. maí en spennandi tímar eru framundan hjá PGA á Íslandi. Í júní stendur til að útskrifa 18 golfkennara frá golfkennaraskóla PGA og fjölgar því starfandi golfkennurum á Íslandi umtalsvert.

Rúnar mun halda áfram á sinni vegferð sem atvinnukylfingur samhliða starfinu, sem er hlutastarf, en Rúnar stefnir á að leika á Nordic mótaröðinni núna í sumar sem og GSÍ mótaröðinni hérlendis.

Exit mobile version