Þrír kylfingar úr Keili kepptu á East of Ireland Amateur Open meistaramótinu. Mótiðvar tvískipt en keppt er í undir 21 árs flokki – samhliða mótinu sem er fyrir alla aldurshópa.
Rúnar Arnórsson náði frábærum árangri og lék á -8 undir pari. Hann lék hringina fjóra á (70-70-71-69). Rúnar endaði í 9. sæti en leiknar voru 36 holur á lokahringnum.
Henning Darri Þórðarson lék á +2 samtals og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í almenna flokknum. Hann lék á +2 samtals (75-71).
Vikar Jónasson er úr leik en hann lék á +8 samtals (77-75) og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.