Site icon Golfsamband Íslands

Rúnar með vallarmet og komst í gegnum niðurskurðinn á EM

Rúnar Arnórsson, GK.

Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili jafnaði vallarmet í dag og komst í gegnum niðurskurðinn á Evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Eistlandi. Keilismaðurinn lék á 8 höggum undir pari vallar eða 64 höggum og er hann í 25. sæti fyrir lokahringinn. Rúnar var sá eini af alls fimm íslenskum keppendum sem komst í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Gísli Sveinbergsson úr GK voru einu höggi frá því að komast áfram en þeir léku báðir á einu höggi yfir pari vallar samtals. Andri Þór Björnsson úr GR lék á +3 samtals og Haraldur Franklín Magnús úr GR lék á +7.

Staðan á mótinu: 

 

Exit mobile version