/

Deildu:

Rúnar Arnórsson.
Auglýsing

Rúnar Arnórsson lék frábært golf á fyrstu tveimur hringjunum á háskólamóti í Bandaríkjunum. Keilismaðurinn, sem keppir fyrir Minnesota háskólann, setti skólamet á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 62 höggum eða -10.

Hann lék á 71 höggi á öðrum hringnum en lokahringurinn fer fram í dag á Barona Collegiate Cup háskólamótinu. Eins og áður segir er þetta skólamet og þegar skorkortið er skoðað nánar sést að Rúnar gerði engin mistök, fékk alls átta fugla og einn örn.

Mótið fer fram á Barona Creek golfvellinum í Kaliforníu og eftir því sem best er vitað er þetta besta skor sem íslenskur kylfingur hefur náð í bandaríska háskólagolfinu.

Staðan:

Screenshot (6)

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ