Sex konur valdar í landslið Íslands fyrir EM eldri kylfinga í liðakeppni

Evrópumót eldri kylfinga kvenna í liðakeppni fer fram dagana 4.-8. september 2018 á Mont Garni vellinum í Belgíu.

Alls eru 19 þjóðir skráðar til leiks. Afreksnefnd GSÍ  og afreksstjóri GSÍ hafa valið sex kylfinga til að taka þátt fyrir Íslands hönd.

Eftirtaldir kylfingar skipa landslið Íslands.

Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK
Ásgerður Sverrisdóttir, GR
María Málfríður Guðnadóttir, GKG
Steinunn Sæmundsdóttir, GR
Svala Óskarsdóttir, GL
Þórdís Geirsdóttir, GK

Eftirtaldar þjóðir taka þátt:

Austurríki
Belgía
Tékkland
Danmörk
England
Finnland
Frakkland
Þýskaland
Ísland
Írland
Ítalía
Holland
Noregur
Pólland
Skotland
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð
Sviss

(Visited 694 times, 16 visits today)