Frá vinstri: Sigurbjörn, Ragnheiður og Hjalti. Mynd/LEK
Auglýsing

Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG og Hjalti Pálmason, GM tóku þátt á Evrópumeistaramóti einstaklinga í flokki 50 ára og eldri nýverið. Mótið fór fram á Kikuoka Country Club í Lúxemborg dagana 13.-15. júní.

Í karlaflokki tóku 90 keppendur þátt og 54 í kvennaflokki.

Í karlaflokki réðust úrslitin í bráðabana þar sem að þrír keppendur voru jafnir á -3 samtals. Rodrigo Lacerda Soares frá Frakklandi tryggði sér sigurinn í bráðabananum.

Í kvennaflokki sigraði Annick Riff frá Belgíu en hún lék á 9 höggum yfir pari samtals.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins:


Hjalti Pálmason endaði í 18. sæti á 222 höggum eða 6 höggum yfir pari samtals.

Sigurbjörn Þorgeirsson endaði í 44. sæti á 230 höggum eða +14 samtals.

Ragnheiður lék á 163 höggum samtals eða +19 en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi.

Rodrigo Lacerda Soares og Annick Riff
Frá vinstri Sigurbjörn Hjalti og Ragnheiður

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ