Sigurður Arnar Garðarsson.
Auglýsing

Sigurður Arnar Garðarsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék frábært golf á öðrum keppnisdegi á Sand Valley Polish Masters mótinu sem fram fór á Sand Valley vellinum í Póllandi.

Mótið er hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni – sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Sigurður Arnar bætti vallarmetið um eitt högg þegar hann lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari á öðrum keppnisdegi mótsins. Hann fékk alls sex fugla (-1), einn örn (-2) og hann tapaði einu höggi þegar hann fékk skolla (+1) á annari holu.

Hér fyrir neðan er mynd frá Póllandi þar sem að Sigurður Arnar fékk viðurkenningu fyrir vallarmetshringinn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ