Site icon Golfsamband Íslands

Sigurður Arnar sigraði á alþjóðlegu móti í Flórída

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG. Mynd/seth@golf.is

Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, tók þátt í FCG Florida unglingamótinu rétt fyrir áramót sem haldið var á hinu fræga golfsvæði PGA National í Palm Springs Gardens í Flórída. Þetta kemur fram á heimasíðu GKG.

Sigurður lék hringina tvo á 71 og 73 höggum, eða á parinu í heildina. Hann leiddi mótið með einu höggi eftir fyrri daginn, en þegar 9 holur voru eftir þá var hann í 2. sæti. Þá setti okkar maður í fluggírinn og lék erfiðan lokakafla á tveimur höggum undir pari og sigraði með þriggja högga mun. Fyrir sigurinn fær hann þátttökurétt á Callaway World Championship sem haldið verður í júlí 2019.

Við óskum Sigurði innilega til hamingju með sigurinn, en þetta var fimmti sigurinn hjá honum á alþjóðlegu móti, sem gerir hann að sigursælasta íslenska kylfingnum miðað við aldur. Ótrúlegur árangur hjá þessum kappa sem er aðeins 16 ára!

Hér má sjá úrslit mótsins í hans aldursflokki

Exit mobile version