Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar hófu leik í dag á einu sterkasta áhugamannamóti heims í piltaflokki. Um er að ræða Opna breska áhugamannamótið fyrir pilta sem eru 18 ára og yngri. Mótið er haldið af R&A og á sér langa sögu eða allt frá árinu 1921.

Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, Dagbjartur Sigurbrandsson, GR og Kristófer Karl Karlsson, GM eru á meðal þeira 252 kylfinga sem hófu leik í dag.

Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur á tveimur keppnisvöllum. Að því loknum komast 64 efstu í holukeppni og í úrslitaleiknum verða leiknar 36 holur.

Skor keppenda er uppfært hér:

Sigurður Bjarki er í 67. sæti á 71 höggi eða +1.

Dagbjartur er í 97. sæti á 73 höggum eða +2

Kristófer Karl er í sæti nr. 169 á 76 höggum eða +5

Skor keppenda er uppfært hér:

Dagbjartur Sigurbrandsson. Mynd/seth@golf.is
Kristófer Karl Karlsson. Mynd/seth@golf.is
Sigurður Bjarki Blumenstein. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ