/

Deildu:

Auglýsing

Sigurður Már Þórhallsson úr GR og Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD hafa lokið keppni á Duke of York mótinu sem fram fer á Royal Liverpool vellinum á Englandi. Sigurður Már endaði í 34. sæti og Amanda Guðrún í 45. sæti.

Staðan:

Mótið er fyrir kylfinga á aldrinum 17-18 ára og bestu áhugakylfingar heims af báðum kynjum mæta þarna til leiks. Íslendingar hafa átt góðu gengi að fagna á þessu móti. Þrívegis hefur íslenskur kylfingur sigrað á þessu móti, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ragnar Már Garðarsson og Gísli Sveinbergsson sigruðu 2010, 2012 og 2014.

Mótið er 54 holur og keppt í höggleik án forgjafar. Sigurður Már og Amanda Guðrún eru fulltrúar Íslands þar sem þau fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í holukeppni í sínum aldursflokki í Grindavík í sumar. Duke of York er eina unglingamótið í heiminum sem fer fram eingöngu á strandvöllum.

Margir þekktir kylfingar hafa tekið þátt á þessu móti og má þar nefna; Rory McIlroy, Matteo Manassero, Pablo Martin og Anna Nordqvist.

Prins Andrew eða Andrew Albert Christian Edward er sá sem hefur drifið þetta mót áfram enda er það kennt við hann.

Sigurður Már Þórhallsson GR

 

Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ