Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram í dag í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn.
Hápunktur lokahófsins var þegar tilkynnt var um valið á efnilegustu kylfingum Íslandsbankamótaraðarinnar. Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG og Ólöf María Einarsdóttir úr GM eru efnilegustu kylfingar ársins 2016.
Allir keppendur 10 ára og yngri á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fengu viðurkenningarskjal ásamt glaðningi frá Íslandsbanka. Í öðrum aldursflokkum fengu kylfingarnir sem voru í þremur efstu sætunum í sínum aldursflokki veglegan glerverðlaunagrip til eignar og stigameistararnir fengu að auki farandbikar.
Stigameistarar á Áskorendamótaröðinni:
Strákaflokkur, 12 ára og yngri:
1. Arnar Logi Andrason, GK 6900 stig.
2. Heiðar Snær Bjarnason, GOS 6832.50 stig.
3. Kristian Óskar Sveinbjörnsson, GKG 4616.30 stig.
Stelpuflokkur, 12 ára og yngri:
1. María Eir Guðjónsdóttir, GM 7500.00 stig.
2. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG 7432.50 stig.
3. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 4282.50 stig.
Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Rúnar Gauti Gunnarsson, GV 7282.50 stig.
2. Stefán Atli Hjörleifsson, GK 6300.00 stig.
3. Arnór Tjörvi Þórsson, GR 5295.00 stig.
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Margrét K Olgeirsdóttir Ralston, GM 8100.00 stig.
2. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 6262.50 stig.
3. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL 4638.75 stig.
Piltaflokkur, 15-18 ára:
1. Brimar Jörvi Guðmundsson, GA 6067.50 stig.
2. Andri Kristinsson, GV 5280.00 stig.
3. Bjarki Kristinsson, GV 5002.50 stig.
Stúlknaflokkur, 15-18 ára:
1. Hafdís Ósk Hrannarsdóttir, GKG 5400.00 stig.
2. Íris Mjöll Jóhannesdóttir, GKG 1500.00 stig.
2. Ólavía Klara Einarsdóttir, GA 1500.00 stig.
2. Klara Kristvinsdóttir, GL 1500.00 stig.
Íslandsbankamótaröðin:
Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 9700.00 stig.
2. Böðvar Bragi Pálsson, GR 6627.50 stig.
3. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR 6487.50 stig.
*Annað árið í röð hjá Sigurði Arnari, sigraði á fimm mótum af alls sex og er tvöfaldur Íslandsmeistari.
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 9100.00 stig.
2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 8150.00 stig.
3. Kinga Korpak, GS 7780.0
*Fyrsti stigameistaratitill Huldu og þessir þrír kylfingar voru ávallt í verðlaunasæti á öllum sex mótum tímabilsins.
Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Ingvar Andri Magnússon, GR 7520.00 stig.
2. Viktor Ingi Einarsson, GR 6112.50 stig.
3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 5946.25 stig
*Annað árið í röð hjá sem Ingvar Andri verður stigameistari í þessum flokki. Og fjórða árið í röð þar sem hann fagnar stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni.
Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 8685.00 stig.
2. Zuzanna Korpak, GS 8452.50 stig.
3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 7005.00 stig.
*Fyrsti stigameistaratitill Amöndu á ferlinum.
Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Hlynur Bergsson, GKG 6440.00 stig.
2. Henning Darri Þórðarson, GK 6145.00 stig.
3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 5215.00 stig.
*Fyrsti stigameistaratitill Hlyns á ferlinum.
Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Ólöf María Einarsdóttir, GM 8070.00 stig.
2. Eva Karen Björnsdóttir, GR 7667.50 stig.
3. Saga Traustadóttir, GR 6165.00 stig.
*Þriðji stigameistaratitill Ólafar á ferlinum.