Sjálfbærni
Sjálfbær þróun er skilgreind sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum“. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru samfélagsmál, náttúra og efnahagur, og tengjast þær allar innbyrðis.
Þau mælitæki og tól sem Golfsamband Íslands hefur valið sér í sjálfbærnivegferð sinni eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og stafræna umhverfisstjórnun með aðstoð frá Klöppum.
Árið 2021 voru sjálfbærniverðlaun GSÍ veitt í fyrsta sinn og fékk Golfklubbur Keilis þann heiður að taka við þeim verðlaunum fyrstur klúbba. Golfklúbburinn Oddur hlaut verðlaunin árið 2022.
Golfsamband Íslands leggur áherslu á að sem flestir, óháð kyni, aldri og færni geti leikið golf, sér til ánægju, heilsubótar eða í keppni, á völlum eða svæðum sem gerð eru eða valin af virðingu við náttúru og rekin með góðum, viðurkenndum stjórnarháttum.
Þessi sjónarmið kristallast í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, vegvísi sem þjóðarleiðtogar hafa sameinast um í þágu varanlegra lífsgæða. GSÍ hefur greint stöðu sína gagnvart og forgangsraðað markmiðunum sautján.
Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að innleiða markmiðin sautján bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra árið 2030.
Tilgangurinn er að GSÍ búi til vettvang fyrir þá 62 golfklúbba á landsvísu og virki um leið rúmlega 22.000 félaga til samfélagslegrar ábyrgðar. Þannig verður golfhreyfingin hreyfiafl til góðs, eða fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.
- Í stefnu GSÍ er miðað við að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu auk þess sem hlutverk sambandsins er að hvetja félagsmenn til samfélagsábyrgðar og umhverfisvitundar, ásamt því að tryggja öllum gott og öruggt aðgengi að golfvöllum sínum.
- Vinnustofur voru haldnar í vetur og voru þær fyrsta skrefið í fjölþættri árvekni- og verkefnavinnu sem miðar að því að golfklúbbar á Íslandi verði mikilvægt hreyfiafl sem aðstoðar við að ná markmiðum heimsmarkmiðanna fyrir árið 2030.
- Stefna Golfsambandsins er til ársins 2027 en Heimsmarkmiðin ná til ársins 2030. Þannig mun margt ríma og styðja við hvort annað. Golfklúbbarnir hafa margir tekið umhverfisverndina og GEO vottunina föstum tökum, en Heimsmarkmiðin eru með breiðari skírskotun til samfélagslegrar ábyrgðar en það sem hreyfingin hefur horft til hingað til.
- Hér má kynna sér GEO vottun golfvalla sem 4 af 62 golfvöllum á Íslandi hafa hlotið og samþykkt að taka þátt í.
Tilgangur er að GSÍ búi til vettvang fyrir þá rúmlega 60 golfklúbba sem reknir eru á landsvísu og virki þá rúmlega 20.000 félagsmenn/iðkendur samfélagslegrar ábyrgðar. Þannig verður golfhreyfingin hreyfiafl til góðs, eða fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.
Verk er komið af stað og er unnið í ítarlegri tímalínu. Forgangsröðun verkefna og verkfæra/mælikvarða er í vinnslu.
Samhliða vinnuni við Heimsmarkmiðin býðst golfklúbbunum að tengjast stafrænni sjálfbærniskýrslugjöf. Þannig verður til rauntíma yfirlit yfir helstu þætti er tengjast sjálfbærri þróun. Leitast verður við að halda utan um kolefnisspor rekstursins og þróun og framför í umhverfisstjórnun, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þar með gefst stjórnendum golfklúbba um leið tækifæri til að skýra verklag og ferla í starfseminni sem miða að því að gildi hreyfingarinnar séu höfð að leiðarljósi og eftirfylgni sé með skýrum hætti.
Ákveðið hefur verið að semja við Klappir um að halda utanum mælikvarðana fyrir klúbbana og býðst öllum klúbbum að vera með í því verkefni.
- Golfklúbbur Akureyrar
- Golfklúbbur Borgarness
- Golfklubbur Brautarholts
- Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
- Golfklúbbur Mosfelssbæjar
- Golfklúbbur Ness
- Golfklúbbur Reykjavíkur
- Golfklúbbur Selfoss
- Golfklúbbur Suðurnesja
- Golfklúbburinn Keilir
- Golfklúbburinn Leynir
- Golfklúbburinn Oddur
- Golfklúbburinn Vestarr
Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara.
GSÍ hvetur golfklúbba til þess að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess.
Niðurstöður margra rannsókna gefa sterkar vísbendingar um að golfíþróttin stuðli að betri heilsu og vellíðan. Golfíþróttin er því sannarlega mikilvægur þáttur í að bæta lýðheilsu almennings.
GSÍ er stofnaðili að STERF, umhverfisrannsóknasjóði Norrænna golfsambanda, sem fjármagnar verkefni með hagnýtum niðurstöðum, tilbúnum til notkunar. Á vef STERF eru fjölmörg fræðslurit á íslensku, m.a. um markvissa og ábyrga næringargjöf og val á nægjusömum grasategundum.
Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.
Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru meðal brýnustu viðfangsefna okkar. GSÍ er stofnaðili að Carbon Par-verkefninu, mat á kolefnisstöðu landnýtingar allra golfvalla innan GSÍ, sem samnefnt íslenskt fyrirtæki stendur að í samstarfi við STERF, Landbúnaðarháskóla Íslands o.fl.
Golf er einstök íþrótt og sérstaða golfvalla því mikil. GEO Foundation starfrækir sérstaka sjálfbærnivottun fyrir golfklúbba og velli, sem æ fleiri aðildarfélög hafa unnið að og fengið.