Ungir sjálfboðaliðar hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Auglýsing

Íslandsmótið í golfi 2024 fer fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 18.-21. júlí.

Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið yfir í langan tíma og hjá Golfklúbbi Suðurnesja hafa sjálfboðaliðar unnið að ýmsum verkefnum.

Í færslu á fésbókarsíðu GS er samantekt og myndir frá þeim framkvæmdum sem unnið hefur verið að.

Miklar breytingar hafa verið gerðar við 4. braut vallarins, þar sem búið er að tyrfa og sá í 3.000 fermetra svæði. Nýr stígur var lagður og malbikaður. Tjarnarkot við 10. teig fékk aðhlynningu, tjörnin við 16. var þétt, rampur var settur upp við golfskálann og aðgengi að húsinu bætt, og meira rými búið til fyrir golfkerrrur og útbúnað leikmanna við skálann.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ