Site icon Golfsamband Íslands

Sjálfboðaliði ársins í golfhreyfingunni

Gísli Páll Björnsson, meðlimur í Golfklúbbi Hornafjarðar, hlaut á dögunum viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands fyrir árið 2024.  Afhendingin fór fram á formannafundi GSÍ þann 9. nóvember síðastliðinn.  

Gísli Páll Björnsson hefur um árabil lagt mikla vinnu í völl golfklúbbs Hornafjarðar á Silfurnesi, hann gengdi stöðu formanns klúbbsins í mörg ár og auk þess leggur hann mikla vinnu í að halda öllum tækjum og tólum gangandi og sparar klúbbnum kostnað upp á háar upphæðir á ári hverju.

Gísli Páll er sá sem við leitað er til með öll mál er varðar starfið eða völlinn, hann tekur iðulega að sér mótstjórn þegar á þarf að halda og er einn af þeim sem hefur allar reglur á hreinu. Gísli Páll er sá meðlimur klúbbsins sem lengst hefur verið skráður í hann og hefur staðið að flestum þeim framkvæmdun sem unnar hafa verið í og við völlinn.

Í stefnu GSÍ er lögð áhersla á að vakta og skrá sjálfboðavinnu. Valið á sjálfboðaliða ársins er hluti af því að undirstrika hve mikilvægt sjálfboðaliðastarfið er fyrir hreyfinguna. Að starfa fyrir íþróttafélag sem sjálfboðaliði er alla jafna gefandi og skemmtilegt.

F.v. Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ og Halldóra Guðmundsdóttir formaður GHH sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Gísla Páls.

Exit mobile version