Site icon Golfsamband Íslands

Sjö íslenskir atvinnukylfingar hefja keppni í dag – Ólafía byrjar kl. 16:22

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Það er nóg um að vera hjá íslensku atvinnukylfingunum í dag og næstu daga. Alls hefja sjö kylfingar keppni í dag.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur leik í dag á sterkustu atvinnumótaröð heims, LPGA. Ólafía Þórunn keppir á Kingsmill meistaramótinu sem fram fer í Williamsburg í Virginíufylki í Bandaríkjunum.

Mótið hefst fimmtudaginn 18. maí og lokadagurinn er sunnudagurinn 21. maí. Niðurskurður er að loknum öðrum keppnisdegi. Ólafía á rástíma kl. 12:22 að staðartíma í dag eða 16:22 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu með því að smella hér:

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur leik á sínu fyrsta móti á Challenge Tour sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Að þessu sinni er keppt á Áskorendamótaröðinni á Spáni.  Birgir Leifur hefur leik kl. 12:50 í dag og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella hér. Mótið stendur yfir í fjóra daga og er niðurskurður að loknum öðrum keppnisdegi.

Fimm atvinnukylfingar hefja síðan leik á Fjällbacka Open í dag en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Þeir sem keppa frá Íslandi á þessu móti sem fram fer í Svíþjóð eru:

Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG).

Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér:

Exit mobile version