Fyrsta stigamót ársins á stigamótaröð GSÍ 2022 fer fram á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni dagana 20.-22. maí.
Mótið heitir B59 Hotel mótið og er Leynir á Akranesi framkvæmdaraðili mótsins.
Garðavöllur var opnaður í byrjun maí og kemur völlurinn mjög vel undan vetri.
Keppt er í höggleik og er fyrsti keppnisdagurinn föstudagurinn 20. maí og verða alls leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Ræst verður út alla dagana frá kl. 8:00.
Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% af fjölda keppenda úr hvorum flokki.
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144. og þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 á þriðjudegi fyrir mót. **Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.**
Alls eru sex mót á dagskrá í sumar sem eru hluti af stigamótaröð GSÍ.
Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili á Íslandsmóta á stigamótaröð GSÍ.
Íslandsmótið í holukeppni fer fram í júní hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, og Íslandsmótið í golfi fer fram á Vestmannaeyjavelli í byrjun ágúst.
Leirumótið hjá Golfklúbbi Suðurnesja fer fram í byrjun júní, Keilir verður með Hvaleyrarbikarinn í júlí og Korpubikarinn fer fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í ágúst. Klúbbarnir sem halda þessi mót eru framkvæmdaraðilar en mótin telja á stigalista GSÍ.
Myndasyrpa frá mótinu árið 2021 er hér fyrir neðan: