Skráning í KPMG Bikarinn – Íslandsmótið í holukeppni stendur yfir en mótið fer fram dagana 23.-25. júní n.k. í Vestmannaeyjum. Athygli keppenda er vakin á því að riðlakeppnin fer öll fram föstudaginn 23. júní þar sem að leiknar verða þrjár umferðir og hver leikur er 13 holur í holukeppni.
Samkvæmt reglugerð um mótið hafa 32 stigahæstu kylfingar í karlaflokki og 24 stigahæstu kylfingar í kvennaflokki rétt til þátttöku. Að auki hafa þátttökurétt Íslandsmeistarar í holukeppni 2016, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna 14 dögum áður en mótið hefst. Ef ekki er full skráning í öðrum hvorum flokknum, geta kylfingar skráð sig til þátttöku án stiga og raðast þeir inn í mótið eftir forgjöf í samræmi við reglugerð um stigamót.
Stigalistinn fyrir KPMG-bikarinn Íslandsmótið í holukeppni:
Átta manna úrslit fara fram fyrir hádegi laugardaginn 24. júní þar sem leiknar verða 13 holur í holukeppni.
Undanúrslit eða fjögurra manna úrslit fara fram eftir hádegi þar sem leiknar verða 26 holur í holukeppni.
Úrslitaleikirnir og leikirnir um þriðja sætið fara fram fyrir hádegi sunnudaginn 25. júní þar sem leiknar verða 26 holur í holukeppni.
Hér fyrir neðan eru almennar upplýsingar um KPMG-bikarinn 2017
Rástímar og ráshópar
Rástímar fyrir riðlakeppni verða birtir á golf.is eftir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót.
Föstudagur 23. júní:
Riðlakeppni:
- umferð: Ræst út frá 07:00 – 10:36.
- umferð: Ræst út frá 11:00 – 14:36.
- umferð: Ræst út frá 15:00 – 18:36.
Laugardagur 24. júní:
8 manna úrslit ræst út frá 08:00 – 10:36.
Undanúrslit ræst út frá 13:00 – 13:24.
Sunnudagur 25. júní:
Úrslit og leikir um 3. sæti ræst út frá 08:00 – 08:24.
Þátttökurréttur:
Samkvæmt reglugerð um mótið hafa 32 stigahæstu kylfingar í karlaflokki og 24 stigahæstu kylfingar í kvennaflokki rétt til þátttöku. Að auki hafa þátttökurétt Íslandsmeistarar í holukeppni 2016, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna 14 dögum áður en mótið hefst. Ef ekki er full skráning í öðrum hvorum flokknum, geta kylfingar skráð sig til þátttöku án stiga og raðast þeir inn í mótið eftir forgjöf í samræmi við reglugerð um stigamót.
Skráning og þátttökugjald:
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 á þriðjudegi fyrir mót. Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Mótsgjald er greitt á skrifstofu Golfklúbbs Vestmannaeyja.
Æfingahringur:
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald.
Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.
Verðlaun:
Veitt verða verðlaun (gjafakort) fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.
1. sæti: 70.000,- kr. 2. sæti: 40.000,- kr. 3. sæti: 20.000,- kr.