Skráning stendur yfir í Honda-Classic mótið á Eimskipsmótaröðinni

KPMG-bikarinn 2016.
Skor og fréttir eruskrifaðar í Hondabifreiðum af sjálfboðaliðum á öllum Eimskipsmótum.

Annað mótið á keppnistímabilinu 2016 – 2017 á Eimskipsmótaröðinni, Honda-Classic mótið, fer fram á Garðavelli á Akranesi 16.-18. september. Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 11. september og er hægt að skrá sig með því að smella hér.

Það er að miklu að keppa fyrir kylfinga að safna stigum til þess að bæta stöðu sína og auka þar með möguleikana á að komast inn í „final four“ úrslitakeppnina sem fram fór í fyrsta sinn í sumar.

Tumi Hrafn Kúld úr GA og Berglind Björnsdóttir úr GR fögnuðu sigri á Nýherjamótinu sem lauk um s.l. helgi í Vestmannaeyjum en það mót markaði upphaf á nýju keppnistímabili á Eimskipsmótaröðinni.

Alls verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum á Honda-Classic mótinu en keppni hefst föstudaginn 16. september. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki. Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144, þar af hámark 108 í karlaflokki og hámark 36 í kvennaflokki.

Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5.

 

Frá Garðavelli á Akranesi sem er einn af vinavöllum GO.
Frá Garðavelli á Akranesi.

 

(Visited 338 times, 1 visits today)