Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í holukeppni 2017.
Auglýsing

Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í holukeppni, ORIGO bikarinn, sem er jafnframt fimmta mótið á þessu tímabili á Eimskipsmótaröðinni. Athygli er vakin á því að þeir keppendur sem eru með keppnisrétt þurfa að skrá sig til leiks. Þeir keppendur sem eru ekki á meðal þeirra stigahæstu geta einnig skráð sig til leiks – og verður þeim raðað inn í mótið samkvæmt stöðu þeirra á stigalista ef stigahæstu kylfingarnir nýta ekki keppnisréttinn.

Íslandsmótið í holukeppni,  ORIGO bikarinn, fer fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja dagana 29. júní.- 1. júlí.

Samkvæmt reglugerð um mótið hafa 32 stigahæstu kylfingar í karlaflokki og 24 stigahæstu kylfingar í kvennaflokki rétt til þátttöku.

Stigalistinn fyrir Íslandsmótið í holukeppni, Origo-bikarinn er hér.

Að auki hafa þátttökurétt Íslandsmeistarar í holukeppni 2017, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna 14 dögum áður en mótið hefst. Ef ekki er full skráning í öðrum hvorum flokknum, geta kylfingar skráð sig til þátttöku án stiga og raðast þeir inn í mótið eftir forgjöf í samræmi við reglugerð um stigamót.

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir kl.23:59 á þriðjudegi fyrir mót.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ