Auglýsing

Það verður mikið um að vera fimmtudaginn 26. maí 2022 á Víkurvelli hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi.

Á þeim degi fer fram „Golfdagurinn á Vesturlandi“ þar sem að skemmtileg kynning á golfíþróttinni undir handleiðslu PGA kennara verður í aðalhlutverki.

Um er að ræða samstarfsverkefni GSÍ, KPMG, PGA, R&A og Mostra – en KPMG er einn af samstarfsaðilum Golfsambands Íslands.

Það eru allir velkomnir frá kl. 13-16. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, tekið verður á móti gestum við golfskálann.

Ekki missa af frábæru tækifæri til að kynnast golfi – léttir og skemmtilegir leikir fyrir alla og grillveisla fyrir þátttakendur.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ