Góð ráð frá PGA kennara – úr tímaritinu Golf á Íslandi.
Það er sjaldan sem kylfingar standa á eggsléttu undirlagi þegar högg er slegið úti á golfvellinum. Slík högg eru krefjandi þáttur í golfíþróttinni og með markvissum æfingum er hægt að ná góðum tökum á þeim. Björn Kristinn Björnsson, PGA-kennari, gaf þessi góðu ráð til lesenda í tímaritinu Golf á Íslandi

Slegið í upphalla

Vegna hallans munum við slá hærra og líklega aðeins styttra. Veljum því kylfu með minni fláa. Sláðu t.d. með 6-járni í stað þess að nota 7-járn.
Við höldum þunganum á aftari fæti. Best er að hugsa þetta þannig að axlir halli jafnmikið og brekkan. Þannig forðumst við að slá í jörðina fyrir framan boltann.
Sveiflum venjulega og klárum sveifluna. Reynum að halda jafnvægi eins lengi og við getum.
Slegið í niðurhalla

Við þurfum að halla efri hluta líkamans í sömu átt og brekkan hallar. Axlir halla jafnmikið og brekkan.
Meiri þungi hvílir á fremri fæti. Nú er minni flái á kylfunni og því er gott að velja kylfu með aðeins meiri fláa svo við fáum hærra boltaflug. Sláðu t.d. með 9-járni í stað þess að nota 8-járn.
Við þurfum að reyna að fá kylfuna til að fylgja hallanum í niðursveiflunni. Því þurfum við að passa að færa þungann ekki yfir á aftari fótinn.
Munið að halda jafnvæginu og láta kylfuna fylgja hallanum í niðursveiflunni.
Bolti fyrir neðan fætur

Við þurfum að halda efst á golfkylfunni og hafa meira bil á milli fóta en venjulega.
Þar sem boltinn er fyrir neðan fætur ætti aftursveiflan að verða brattari. Ferillinn verður meira út-inn og við ættum að fá hægri sveig á boltann (slæs).
Þess vegna verðum við að miða aðeins vinstra megin við skotmarkið.
Í þessu höggi er mikilvægt að halda jafnvæginu.

Bolti fyrir ofan fætur

Við höldum neðar á kylfunni og stöndum aðeins nær boltanum.
Við þurfum að vera uppréttari og rétta aðeins úr hnjánum, vegna þess að við stöndum nær boltanum.
Við þurfum að sveifla meira í kringum okkur, sveiflan þarf að vera flatari.
Við miðum hægra megin við skotmarkið vegna þess að við ættum að fá vinstri sveig á boltann þar sem sveiflan er flöt.
Það er mikilvægt að klára sveifluna og halda jafnvæginu.
Blendingskylfuhögg í brautarglompu.

Boltinn er aðeins framar í stöðunni en við erum vön.
Ekki grafa fæturna mikið niður í sandinn, náðu bara góðri stöðu.
Aðeins þéttara grip og flatari sveifla til að minnka hreyfingar í úlnliðum.
Flatt aðfallshorn að boltanum er lykilatriði hér. Alls ekki sveifla bratt.
Reynum að slá eins lítið í sandinn og mögulegt er. Gott er að ímynda sér að verið sé að slá boltann af malbiki.
Snúum líkamanum vel í gegnum höggið og klárum sveifluna.
Högg með 5-járni í brautarglompu.

Boltinn er aðeins framar í stöðunni en við erum vön.
Ekki grafa fæturna mikið niður í sandinn, náðu bara góðri stöðu.
Aðeins þéttara grip og flatari sveifla til að minnka hreyfingar í úlnliðum.
Flatt aðfallshorn að boltanum er lykilatriði hér. Alls ekki sveifla bratt.
Reynum að slá eins lítið í sandinn og mögulegt er. Gott er að ímynda sér að verið sé að slá boltann af malbiki.
Snúum líkamanum vel í gegnum höggið og klárum sveifluna.
