– Jóhann Már óttast mest að bróðir hans sigri hann á golfvellinum. Viðtal úr 1. tbl. Golf á Íslandi 2017.
„Ég fékk að prófa kylfurnar hjá eldri bróður mínum, Jóni Heimi, á Siglufirði og ég féll strax fyrir golfinu,“ segir hinn 29 ára gamli Siglfirðingur Jóhann Már Sigbjörnsson við Golf á Íslandi. Jóhann lék á sínu fyrsta Íslandsmóti á Jaðarsvelli á Akureyri á síðasta ári en hann er félagi í Golfklúbbi Borgarness.
Jóhann hefur einnig verið félagi í GKS, GM og GKG en hann bíður spenntur eftir golfsumrinu 2017 þar sem markmiðið er að lækka forgjöfina enn meira og leika gott golf.
„Völlurinn á Sigló var ekki upp á marga fiska, á mýrarsvæði þar sem eru tún og skurðir og ekkert æfingasvæði en maður lét það ekki stöðva sig. Ég lærði þetta sjálfur og fékk smá aðstoð frá Einari Einarssyni, frænda mínum.“
Gamli völlurinn á Sigló, Hólsvöllur, er ekta sveitavöllur þar sem nóg er af skurðum og brautirnar oft blautar. Flatirnar uppi á hólum út um allt og boltinn hoppaði og skoppaði á þeim. Það var samt ekkert sem ég lét stöðva mig þegar ég var farinn af stað í golfið. Mér fannst þetta sport vera geggjað. Ég lærði mest sjálfur að slá boltann en fékk fína aðstoð frá Einari frænda,“ segir Jóhann þegar hann rifjar upp fyrstu árin sín í golfinu.
Eins og áður segir tók Jóhann þátt á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri.
Jóhann Már Sigbjörnsson Myndsethgolfis
„Ég hafði aldrei áður tekið þátt á Íslandsmótinu í golfi og fannst vera kominn tími til. Ég sé ekki eftir því. Markmiðið fyrir sumarið er að halda áfram að lækka forgjöfina og eiga gott golfsumar,“ segir Jóhann og rifjaði upp eftirminnilegt atvik frá golfferð á Spáni þar sem Baddi félagi hans var í aðalhlutverki.
„Baddi, Bjarnþór Erlendsson, lenti í mjög eftirminnilegu atviki strax á þriðju holu á fyrsta degi ferðarinnar. Hann yfirsveiflaði mjög illa í glompu og fékk tak og mikinn verk í hælinn eða hásinina. Það sem hann gerði átti ekki að vera hægt. Baddi haltraði það sem eftir var ferðarinnar. Eftir þessa ferð höfum við kallað hann „Akkilesarhælinn“.
Eftir þessa ferð höfum við kallað hann „Akkilesarhælinn
Korpan, Grafarholtið og Hvaleyrarvöllur í mestu uppáhaldi hjá Siglfirðingnum.
„Ég á mér nokkrar uppáhaldsholur. Fyrsta holan í Grafarholtinu er góð byrjunarhola og það er ávallt skemmtilegt að reyna að slá inn á flötina frá teignum. Tíunda holan á Hvaleyrarvelli er einnig krefjandi braut en skemmtileg, sérstaklega þegar vindurinn blæs. Þá er 14. brautin á Ánni á Korpunni í uppáhaldi. Það er geggjað að slá í átt að Korputorginu og reyna að slá í vinstri sveig eftir brautinni. Korpuvöllur er ótrúlega skemmtilegur eftir breytingarnar sem gerðar voru á vellinum og alltaf að gaman að spila þar. Á Hvaleyrarvelli eru bestu flatir landsins og völlurinn alltaf í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Grafarholtsvöllur vera með frábært skipulag, flottar brautir, og það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt í „Grabbanum,“ segir Jóhann Már Sigbjörnsson.
Staðreyndir:
Nafn: Jóhann Már Sigurbjörnsson.
Aldur: 29 ára.
Forgjöf: 4,4.
Uppáhaldsmatur: Ljúffeng folaldasteik með „benna“ /bernaise.
Uppáhaldsdrykkur: Einn ískaldur.
Uppáhaldskylfa: 3-járnið.
Ég hlusta á: Það sem er í útvarpinu
Besta skor í golfi: 5 undir pari.
Besta vefsíðan: golf.is
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að bróðir minn vinni mig einhvern tímann í golfi.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.