/

Deildu:

Jóhann Már Sigbjörnsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

– Jóhann Már óttast mest að bróðir hans sigri hann á golfvellinum. Viðtal úr 1. tbl. Golf á Íslandi 2017.

„Ég fékk að prófa kylfurnar hjá eldri bróður mínum, Jóni Heimi, á Siglufirði og ég féll strax fyrir golfinu,“ segir hinn 29 ára gamli Siglfirðingur Jóhann Már Sigbjörnsson við Golf á Íslandi. Jóhann lék á sínu fyrsta Íslandsmóti á Jaðarsvelli á Akureyri á síðasta ári en hann er félagi í Golfklúbbi Borgarness.

Jóhann hefur einnig verið félagi í GKS, GM og GKG en hann bíður spenntur eftir golfsumrinu 2017 þar sem markmiðið er að lækka forgjöfina enn meira og leika gott golf.

„Völlurinn á Sigló var ekki upp á marga fiska, á mýrarsvæði þar sem eru tún og skurðir og ekkert æfingasvæði en maður lét það ekki stöðva sig. Ég lærði þetta sjálfur og fékk smá aðstoð frá Einari Einarssyni, frænda mínum.“

Gamli völlurinn á Sigló, Hólsvöllur, er ekta sveitavöllur þar sem nóg er af skurðum og brautirnar oft blautar. Flatirnar uppi á hólum út um allt og boltinn hoppaði og skoppaði á þeim. Það var samt ekkert sem ég lét stöðva mig þegar ég var farinn af stað í golfið. Mér fannst þetta sport vera geggjað. Ég lærði mest sjálfur að slá boltann en fékk fína aðstoð frá Einari frænda,“ segir Jóhann þegar hann rifjar upp fyrstu árin sín í golfinu.

Eins og áður segir tók Jóhann þátt á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri.

Jóhann Már Sigbjörnsson. Mynd/seth@golf.is

„Ég hafði aldrei áður tekið þátt á Íslandsmótinu í golfi og fannst vera kominn tími til. Ég sé ekki eftir því. Markmiðið fyrir sumarið er að halda áfram að lækka forgjöfina og eiga gott golfsumar,“ segir Jóhann og rifjaði upp eftirminnilegt atvik frá golfferð á Spáni þar sem Baddi félagi hans var í aðalhlutverki.

„Baddi, Bjarnþór Erlendsson, lenti í mjög eftirminnilegu atviki strax á þriðju holu á fyrsta degi ferðarinnar. Hann yfirsveiflaði mjög illa í glompu og fékk tak og mikinn verk í hælinn eða hásinina. Það sem hann gerði átti ekki að vera hægt. Baddi haltraði það sem eftir var ferðarinnar. Eftir þessa ferð höfum við kallað hann „Akkilesarhælinn“.

Eftir þessa ferð höfum við kallað hann „Akkilesarhælinn

Korpan, Grafarholtið og Hvaleyrarvöllur í mestu uppáhaldi hjá Siglfirðingnum.

„Ég á mér nokkrar uppáhaldsholur. Fyrsta holan í Grafarholtinu er góð byrjunarhola og það er ávallt skemmtilegt að reyna að slá inn á flötina frá teignum. Tíunda holan á Hvaleyrarvelli er einnig krefjandi braut en skemmtileg, sérstaklega þegar vindurinn blæs. Þá er 14. brautin á Ánni á Korpunni í uppáhaldi. Það er geggjað að slá í átt að Korputorginu og reyna að slá í vinstri sveig eftir brautinni. Korpuvöllur er ótrúlega skemmtilegur eftir breytingarnar sem gerðar voru á vellinum og alltaf að gaman að spila þar. Á Hvaleyrarvelli eru bestu flatir landsins og völlurinn alltaf í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Grafarholtsvöllur vera með frábært skipulag, flottar brautir, og það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt í „Grabbanum,“ segir Jóhann Már Sigbjörnsson.

Staðreyndir:
Nafn: Jóhann Már Sigurbjörnsson.
Aldur: 29 ára.
Forgjöf: 4,4.
Uppáhaldsmatur: Ljúffeng folaldasteik með „benna“ /bernaise.
Uppáhaldsdrykkur: Einn ískaldur.
Uppáhaldskylfa: 3-járnið.
Ég hlusta á: Það sem er í útvarpinu
Besta skor í golfi: 5 undir pari.
Besta vefsíðan: golf.is
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að bróðir minn vinni mig einhvern tímann í golfi.

Dræver: TaylorMade M2 2017.
Brautartré: TaylorMade R9.
Járn: TaylorMade Rbladez Tour
Fleygjárn: Cleveland 588.
Pútter: TaylorMade Mullen
Hanski: Hirzl.
Skór: Adidas.
Golfpoki: TaylorMade og Ecco.
Kerra: Clicgear 3.5.

Jóhann Már Sigbjörnsson. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ