/

Deildu:

Snæfellsjökull er áberandi á Kirkjubólsvelli í góðu veðri og útsýnið er einstakt frá vellinum. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

„Við hér hjá Golfklúbbnum í Sandgerði erum mjög ánægð með golfárið 2017. Golfsumarið hjá okkur nær yfir allt árið enda er leikið golf inn á sumarflatir allt árið um kring,“ segir Þór Ríkharðsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Sandgerðis við Golf á Íslandi.

Golfklúbbur Sandgerðis var stofnaður árið 1986 en Kirkjubólsvöllur var vígður sem 9 holu völlur 26. júní árið 1996. Eitt af helstu sérkennum vallarins er að þar geta kylfingar leikið nánast allt árið um kring á sumarflötum.

„Veturinn var okkur hliðhollur og Kirkjubólsvöllur kom vel undan vetri. Engar skemmdir eftir kal eða slíkt. Og félagsmenn og gestir gátu því leikið golf við bestu aðstæður á öllu þessu ári.“

„Það var mikið um að vera í keppnishaldinu hjá okkur. Í júní var keppt á Áskorendamótaröð GSÍ og Íslandsbanka. Íslandsmót golfklúbba hjá eldri kylfingum í 2. og 3. deild fór fram hjá okkur, auk hefðbundinna fastra liða á borð við meistaramót GSG. Þessi þrjú mót voru stærstu viðburðirnir hjá okkur, skemmtileg og lærdómsrík verkefni.“

Séð yfir 13 flötina sem er á nýja hluta vallarins sem teygir sig til austurs Hlaðnir veggir leika stórt hlutverk sem náttúrulegar hindranir á vellinum Myndsethgolfis


Um mitt ár 2011 var Kirkjubólsvöllur vígður sem 18 holu völlur. Völlurinn liggur í landi jarðanna Kirkjubóls, Vallarhúsa, Sandhóls og Þórisstaða. Völlurinn þykir léttur á fótinn og er sendinn strandvöllur með ágætum flötum.

Það hefur fjölgað mikið í klúbbnum hjá okkur á þessu ári. Mikið af nýliðum og þá sérstaklega konum sem er mjög jákvætt. Það voru fáar konur í klúbbnum og við ákváðum að fara í átak að fjölga konum í klúbbnum. Það gerðum við með því að bjóða inngöngu í klúbbinn á lágu verði. Karen Sævarsdóttir golfkennari hjá GS hélt utan um það starf. Ég er ekki alveg með það á hreinu hversu mikil fjölgun var hjá okkur en það er líklega tvöföldun, ef ekki þreföldun, á félagfjölda kvenna á árinu 2017.

Gamla félagsheimilið að Vallarhúsum var hjartað í starfi GSG á upphafsárum klúbbsins en húsið stendur við 10 flötina Myndsethgolfis

Rúmlega 200 félagar eru í GSG og segir Þór að það sé markmiðið að taka á móti enn fleiri félagsmönnum.

„Við þurfum að gera betur með yngri kylfingana hjá okkur. Það gengur hægt enda hefur okkur ekki tekist að fylgja því starfi eftir af nógum miklum krafti. Við erum ekki með fastráðinn golfkennara á svæðinu en það er á dagskrá að bæta úr því strax á næsta sumri,“ segir Þór.

Kirkjubólsvöllur Sandgerði Myndsethgolfis
Frá Kirkjubólsvelli í Sandgerði Myndsethgolfis
Við 9 flöt á Kirkjubólsvelli í Sandgerði Myndsethgolfis
Áttundi teigur liggur við sjóinn og þaðan er töluverður hæðarmunur þegar slegið er niður á áttundu flötina á par 3 holunni Myndsethgolfis
Áttundi teigur liggur við sjóinn og þaðan er töluverður hæðarmunur þegar slegið er niður á áttundu flötina á par 3 holunni Myndsethgolfis
Níunda brautin leynir á sér og er krefjandi par 3 hola Garðskagaviti er í baksýn og útsýnið er fallegt frá þessum stað á vellinum Myndsethgolfis
Klúbbhúsið á Kirkjubólsvelli er rúmgott en hafist var handa við byggingu þess árið 1994 Þar er hægt að sitja úti á góðviðrisdögum og njóta lífsins eins og þessir kylfingar gerðu í heimsókn Golf á Íslandi Myndsethgolfis
Frá Kirkjubólsvelli sumarið 2017 Myndsethgolfis

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ