Spanish Open í samvinnu við Kreditkort verður haldið á Grafarholtsvelli laugardaginn 10. september. Spanish Open er styrktarmót, haldið fyrir afrekskylfinga GR sem ætla að reyna fyrir sér á Evrópumótaröð karla og kvenna á komandi mánuðum.
Það er jákvæð þróun að sífellt fleiri kylfingar frá Íslandi reyni fyrir sér á mótum erlendis og sýnir það glöggt hvað íslenskt golf hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Árangur Ólafíu Þórunnar er gott dæmi um það að kylfingar frá Íslandi eiga svo sannarlega heima meðal þeirra bestu í heiminum.
Nú í ár eru fimm kylfingar á vegum GR sem ætla að reyna fyrir sér á túrnum. Það eru þau Ólafíu Þórunn sem reynir fyrir sér á bæði evrópsku og bandarísku mótaröðinni þar sem hún er komin í gegnum fyrsta stigið. Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Þórður Rafn Gissurarson eru allir að reyna fyrir sér á fyrsta stigi á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni þar sem keppt er í tveimur flokkum, forgjöf 0-14 og forgjöf 14,1-24 hjá körlum og 28 hjá konum. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins. Ræst er út frá kl. 08:00.
Golfklúbbur Reykjavíkur er stoltur af þessum frábæru kylfingum og hvetur alla kylfinga til þess að mæta til leiks, styrkja þau í baráttunni og um leið taka þátt í skemmtilegu móti sem fram fer á okkar glæsilega Grafarholtsvelli.
Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 6. september kl.10:00 á golf.is, greiða þarf við skráningu og er mótsgjald 5.400 kr.
Verðlaun:
Flokkur: 0-14
- Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 50.000
- Footjoy peysa og bolur, Titleist derhúfa og dúsin af NXT boltum frá ÍSAM að verðmæti kr. 42.000
- Sun Mountain speedcart V1 þriggja hjóla kerra frá Örninn Golf að verðmæti kr. 32.990
- Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti kr. 30.000
Flokkur: 14,1-24/28
- Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 50.000
- Footjoy peysa og bolur, Titleist derhúfa og dúsin af NXT boltum frá ÍSAM að verðmæti kr. 42.000
- Sun Mountain speedcart V1 þriggja hjóla kerra frá Örninn Golf að verðmæti kr. 32.990
- Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti kr. 30.000
Besta skor: Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 50.000
Nándarverðlaun:
- braut: Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr.
- braut: Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr.
- braut: Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr.
- braut: Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr.
Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir og hefur netfangið harpa@grgolf.is