Site icon Golfsamband Íslands

Spanish Open í samvinnu við Kreditkort – styrktarmót fyrir afrekskylfinga GR

Spanish Open í samvinnu við Kreditkort verður haldið á Grafarholtsvelli laugardaginn 10. september. Spanish Open er styrktarmót, haldið fyrir afrekskylfinga GR sem ætla að reyna fyrir sér á Evrópumótaröð karla og kvenna á komandi mánuðum.

Það er jákvæð þróun að sífellt fleiri kylfingar frá Íslandi reyni fyrir sér á mótum erlendis og sýnir það glöggt hvað íslenskt golf hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Árangur Ólafíu Þórunnar er gott dæmi um það að kylfingar frá Íslandi eiga svo sannarlega heima meðal þeirra bestu í heiminum.

Nú í ár eru fimm kylfingar á vegum GR sem ætla að reyna fyrir sér á túrnum. Það eru þau Ólafíu Þórunn sem reynir fyrir sér á bæði evrópsku og bandarísku mótaröðinni þar sem hún er komin í gegnum fyrsta stigið. Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Þórður Rafn Gissurarson eru allir að reyna fyrir sér á fyrsta stigi á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni þar sem keppt er í tveimur flokkum, forgjöf 0-14 og forgjöf 14,1-24 hjá körlum og 28 hjá konum. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins. Ræst er út frá kl. 08:00.

Golfklúbbur Reykjavíkur er stoltur af þessum frábæru kylfingum og hvetur alla kylfinga til þess að mæta til leiks, styrkja þau í baráttunni og um leið taka þátt í skemmtilegu móti sem fram fer á okkar glæsilega Grafarholtsvelli.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 6. september kl.10:00 á golf.is, greiða þarf við skráningu og er mótsgjald 5.400 kr.

Verðlaun:

Flokkur: 0-14

  1. Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 50.000
  2. Footjoy peysa og bolur, Titleist derhúfa og dúsin af NXT boltum frá ÍSAM að verðmæti kr. 42.000
  3. Sun Mountain speedcart V1 þriggja hjóla kerra frá Örninn Golf að verðmæti kr. 32.990
  4. Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti kr. 30.000

 

Flokkur: 14,1-24/28

  1. Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 50.000
  2. Footjoy peysa og bolur, Titleist derhúfa og dúsin af NXT boltum frá ÍSAM að verðmæti kr. 42.000
  3. Sun Mountain speedcart V1 þriggja hjóla kerra frá Örninn Golf að verðmæti kr. 32.990
  4. Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti kr. 30.000

 

Besta skor: Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 50.000

 

Nándarverðlaun:

  1. braut: Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr.
  2. braut: Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr.
  3. braut: Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr.
  4. braut: Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr.

 

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót.

9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir og hefur netfangið harpa@grgolf.is

 

Exit mobile version