Stúlknalandslið Íslands 2021. Frá vinstri: Davíð Gunnlaugsson liðsstjóri, Sara Kristinsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Katrín Sól Davíðsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Helga Signý Pálsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Stúlknalandslið Íslands keppti Evrópumeistaramótinu í liðakeppni sem fram fór á Montado Golf Resort í Portúgal dagana 6.-10. júlí en um var að ræða keppni í efstu deild.

Spánverjar fögnuðu sigri eftir úrslitaleik gegn Frakklandi. Svíar enduðu í þriðja sæti eftir úrslitaleik um þriðja sætið gegn Dönum. Ísland endaði í 16. sæti

Lokastaðan:

1. Spánn
2. Frakkland
3. Svíþjóð
4. Danmörk
5. Tékkland
6. Ítalía
7. Portúgal
8. Holland
9. Slóvakía
10. Noregur
11. Rússland
12. Finnland
13. Pólland
14. Sviss
15. Belgía
16. Ísland

Ísland endaði einnig í 16. sæti í höggleikskeppninni og lék Ísland í B-riðli um sæti 9-16.
Finnar voru fyrstu mótherjar Íslands og hafði Finnland betur í hörkuleik 3/2. Katrín Sól Davíðsdóttir og Berglind Erla Berglindsdóttir höfðu betur í fjórmenningsleiknum – og Sara Kristinsdóttir sigraði mótherja sinn 5/3. María Eir Guðjónsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdótir og Helga Signý Pálsdóttir töpuðu sínum viðureignum,

Ísland mætti Sviss í næstu umferð og sá leikur endaði með 4-1 sigri Sviss. Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigraði í sinni viðureign 2/1 en aðra leiki vann Sviss.

Ísland mætti liði Belgíu í leik um 15. eða 16. sætið. Þar hafði liði Belgíu betur 3,5-1,5. Perla Sól Sigurbrandsdóttir vann sinn leik mjög örugglega og Katrín Sól Davíðsdóttir gerði jafntefli í sinni viðureign. Aðrir leikir töpuðust.


Davíð Gunnlaugsson var þjálfari liðsins í þessari ferð og Aníta Ósk Einarsdóttir var sjúkraþjálfari stúlknalandsliðsins.

Alls tóku 16 lið þátt á EM 2021. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur – 36 holur alls. Fimm bestu skorin töldu hjá hverju liði. Átta efstu liðin léku til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í holukeppni sem tók við af höggleiknum. Liðin í sætum nr. 9 -16 keppti einnig í holukeppni um sæti nr. 9-16.

Upplýsingar um rástíma, skor og úrslit má nálgast hér:

Eftirtaldir leikmenn voru í stúlknalandsliði Íslands:

  • Berglind Erla Baldursdóttir, GM
  • Helga Signý Pálsdóttir, GR
  • Katrín Sól Davíðsdóttir, GM
  • María Eir Guðjónsdóttir, GM
  • Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
  • Sara Kristinsdóttir, GM

2. keppnisdagur.

1. Frakkland 718 högg (346-372) (-2)
2. Spánn 721 högg ((347-374) (+1)
3. Svíþjóð 734 högg (353-361) (+14)
4. Ítalía 736 högg (363-373) (+16)
5. Danmörk 739 högg (362-377) (+19)
6. Tékkland 741 högg (373-368) (+21)
7. Holland 755 högg (377-378) (+35)
8. Portúgal 756 högg (371-385) (+36)
9. Finnland 763 högg (378-385) (+43)
10. Rússland 768 högg (386-382) (+48)
11. Noregur 770 högg (379-391) (+50)
12. Sviss 773 högg (387-386) (+53)
13. Slóvakía 775 högg (383-392) (+55)
14. Belgía 782 högg (390-392) (+62)
15. Pólland 785 högg (387-398) (+65)
16. Ísland 823 högg (399-424) (+103)

Perla Sól Sigurbrandsdóttir 80 högg (+8)
Helga Sif Pálsdóttir 84 högg (+12)
María Eir Guðjónsdóttir 84 högg (+12)
Katrín Sól Davíðsdóttir 88 högg (+16)
Sara Kristinsdóttir 88 högg (+16)
Berglind Erla Baldursdóttir 88 högg (+16)


1. keppnisdagur.

María Eir Guðjónsdóttir 78 högg (+6)
Katrín Sól Davíðsdóttir 79 högg (+7)
Helga Sif Pálsdóttir 80 högg (+8)
Perla Sól Sigurbrandsdóttir 80 högg (+8)
Sara Kristinsdóttir 82 högg (+10)
Berglind Erla Baldursdóttir 85 högg (+13)

Upplýsingar um rástíma, skor og úrslit má nálgast hér:

1. Frakklandi 346 högg (-14)
2. Spánn 347 högg (-13)
3. Svíþjóð 353 högg (-7)
4. Danmörk 362 högg (+2)
5. Ítalía 363 högg (+3)
6. Portúgal 371 högg (+11)
7. Tékkland 373 högg (+13)
8. Holland 377 högg (+17)
9. Finnland 378 högg (+18)
10. Noregur 379 högg (+19)
11. Slóvakía 383 högg (+23)
12. Rússland 368 högg (+26)
13. Sviss 387 högg (+27)
14. Pólland 387 högg (+27)
15. Belgía 390 högg (+30)
16. Ísland 399 högg (+39)

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

<strong>María Eir Guðjónsdóttir Myndsethgolfis<br><strong><br>
<strong>Perla Sól Sigurbrandsdóttir Myndsethgolfis<br><strong><br>
<strong>Helga Signý Pálsdóttir Myndsethgolfis<br><strong><br>
<strong>Katrín Sól Davíðsdóttir Myndsethgolfis<br><strong><br>
<strong>Berglind Erla Baldursdóttir Myndsethgolfis<br><strong><br>
<strong>Sara Kristinsdóttir Myndsethgolfis<br><strong><br>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ