Golfsamband Íslands

Kristján Þór og Ragnhildur sigruðu á Honda-Classic mótinu

Kristján Þór Einarsson og Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

– Kristján Þór með glæsilegt vallarmet á Garðavelli

Kristján Þór Einarsson úr GM og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigruðu á Honda-Classic mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Mótið er 2. mót keppnistímabilsins 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni og fór það fram á Garðavelli á Akranesi.

Kristján Þór lék á -7 samtals og setti hann nýtt vallarmet í dag með því að leika á 65 höggum eða -7. Hann bætti vallarmetið um eitt högg en það var í eigu Magnúsar Lárussonar úr GJÓ og Þórðar Rafns Gissurarsonar úr GR. Heiðar Davíð Bragason úr GHD varð annar á +3 eða 10 höggum á eftir Kristjáni. Þrír kylfingar voru jafnir í 3.-5. sæti.

„Þetta var sirkushringur og ég er eiginlega undrandi á því að hafa sett vallarmet. Ég var með 10 pútt á seinni níu holunum en ég sló alveg helling af lélegum golfhöggum. Fleygjárnin og pútterinn voru að bjarga mér og ég held ég eigi eftir að muna lengi eftir þessum hring,“ sagði Kristján Þór en hann hitti 12 flatir í tilætluðum höggafjölda. Hann fékk þrjá fugla í röð á fyrri 9 holunum og fjóra fugla á seinni 9. Hann bætti vallarmetið með því að slá boltann ofaní úr glompu við 18. flötina.

screen-shot-2016-09-18-at-4-05-05-pm

Lokastaðan á mótinu: 

1. Kristján Þór Einarsson, GM (73-71-65) 209 högg -7
2. Heiðar Davíð Bragason, GHD (71-75-73) 219 högg +3
3.-5 Andri Már Óskarsson, GHR (74-79-69) 222 högg +6
3.-5. Jóhannes Guðmundsson, GR (76-74-72) 222 högg +6
3.-5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (73-72-77) 222 högg +6
6. Stefán Már Stefánsson, GR (72-73 -78) 223 högg +7
7. Vikar Jónasson, GK (76-74 -76) 226 högg +10
8.-11 Björn Óskar Guðjónsson, GM (81-74-72) 227 högg +11
8.-11.. Tumi Hrafn Kúld, GA (78-75-74) 227 högg +11
8.-11. Viktor Ingi Einarsson, GR (79-73-75) 227 högg +11
8.-11. Eggert Kristján Kristmundsson, GR (78-72-77) 227 högg +11

Ragnhildur tryggði sér öruggan sigur þrátt fyrir að hafa leikið á 81 högg á lokahringnum. Þetta er annar sigur hennar á Eimskipsmótaröðinni frá upphafu en Ragnhildur er fædd árið 1997 og er því 19 ára gömul. Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK varð þriðja og Eva Karen Björnsdóttir úr GR varð þriðja. Þetta er í fyrsta skipti sem Hafdís Alda og Eva Karen eru á verðlaunapalli á Eimskipsmótaröðinni.

„Þetta var ljúft og skemmtilegt þrátt fyrir að skorið hafi ekki verið gott. Það er alltaf gott að vinna sigur og ég var búinn að bíða lengi eftir þessum sigri á þessu ári. Garðavöllur var frábær en jafnframt erfiður viðureignar, röffið var sérstaklega erfitt, og það var mikilvægt að vera á braut eftir upphafshöggin,“ sagði Ragnhildur við golf.is en hún fær ekki langt frí því næsta verkefni er EM félagsliða með GR í Búlgaríu. „Þetta er búið að vera langt tímabil og það er smá þreyta í okkur öllum held ég, en það þýðir ekki að kvarta yfir því, og tímabilið er ekki alveg búið ennþá,“ bætti Ragnhildur við.

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-71-81) 229 högg +13
2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (80-74-83) 237 högg +21
3. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-81-82) 245 högg +29
4. -5.Anna Sólveig Snorradóttir, GK (82-87-79) 248 högg +32
4.-5. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR (83-85-80) 248 högg +32
6. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (91-80-78) 249 högg +33

Staðan eftir 2. keppnisdag:

Karlar:
1. Kristján Þór Einarsson, GM (73-71) 144 högg par
2.-3. Þórður Rafn Gissurarson, GR (73-72) 145 högg +1
2.-3. Stefán Már Stefánsson, GR (72-73) 145 högg +1
4. Heiðar Davíð Bragason, GHD (71-75) 146 högg +2
5.Hrafn Guðlaugsson, GSE (75-73) 148 högg +4
6.-9. Eggert Kristján Kristmundsson, GR (78-72) 150 högg +6
6.-9. Vikar Jónasson, GK (76-74) 150 högg +6
6.-9. Jóhannes Guðmundsson, GR (76-74) 150 högg +6

Konur:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-71) 148 högg +4
2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (80 -74) 154 högg +10
3. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-81) 163 högg +194.
4. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR (83-85) 168 högg +24
5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (82-87) 169 högg +25

Staðan á mótinu: 


x
x

Kristján Þór Einarsson GM
Ragnhildur Kristinsdóttir

Mótið er annað mót tímabilsins 2016-2017 og fer það fram á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni.

1. keppnisdagur: 

Heiðar Davíð, sem hefur einu sinni fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 2005, lék á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi. Hann er með eitt högg í forskot á Stefán Má Stefánsson úr GR sem lék á pari vallar.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með þriggja högga forskot í kvennaflokki. Ragnhildur lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari við erfiðar aðstæður á Garðavelli á Akranesi. Kvennaflokkurinn fór af stað kl. 9.00 í morgun og á fyrstu klukkustundunum rigndi mikið og það blés hraustlega á Akranesi. Ragnhildur varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni á síðasta tímabili í fyrsta sinn á ferlinum en hún hefur einu sinni fagnað sigri á Eimskipsmótaröðinni.

Eins og áður segir voru aðstæður frekar erfiðar í dag á Garðavelli en það blés nokkuð hressilega og það rigndi einnig töluvert fyrri part dagsins. Garðavöllur er hinsvegar í fínu ástandi og verður spennandi að sjá hvernig kylfingunum tekst í glímunni við völlinn á næstu tveimur keppnisdögum.

Staðan í karlaflokki eftir 1. keppnisdaginn:

1. Heiðar Davíð Bragason, GHD 71 högg -1
2. Stefán Már Stefánsson, GR 72 högg par
3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM 73 högg +1
3.-4. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73 högg +1
5. Andri Már Óskarsson, GHR 74 högg +2
6. Hrafn Guðlaugsson, GSE 75 högg +3
7.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 76 högg +4
7.-8. Vikar Jónasson, GK 76 högg +4
9. Haukur Már Ólafsson, GKG 77 högg +5
10.-13. Eggert Kristján Kristmundsson, GR 78 högg +6
10.-13. Kristófer Karl Karlsson, GM 78 högg +6
10.-13. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 78 högg +6
10.-13. Tumi Hrafn Kúld, GA 78 högg +6

Heiðar Davíð Bragason GHD Myndsethgolfis
Stefán Már Stefánsson GR Myndsethgolfis

Staðan í kvennaflokki eftir 1. keppnisdaginn:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 77 högg +5
2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 80 högg +8
3. Eva Karen Björnsdóttir, GR 82 högg +10
4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 82 högg +10
5. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR 83 högg 83 högg +11
6. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 91 högg +19

Staðan.

Ragnhildur Kristinsdóttir GR Myndsethgolfis
Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK Myndsethgolfis

Mótið er annað mót tímabilsins 2016-2017 en alls verða mótin átta á þessu tímabili. Alls eru 57 keppendur skráðir til leiks og þar af eru þrír fyrrum Íslandsmeistarar í karlaflokki. Þeir eru Þórður Rafn Gissurarson úr GR (2015), Kristján Þór Einarsson, GM (2008), og Heiðar Davíð Bragason GHD (2005).

Meðalforgjöfin í karlaflokki er 2,57 en Þórður Rafn Gissurarson úr GR er með lægstu forgjöfina eða -2,6. Tumi Hrafn Kúld úr Golfklúbbi Akureyrar er á meðal keppenda en hann sigraði á fyrsta móti tímabilsins 2016-2017 á Nýherjamótinu í Vestmannaeyjum fyrir tveimur vikum. Þar hafði hann betur í bráðabana gegn Hrafni Guðlaugssyni úr GSE en hann er einnig á meðal keppenda á Honda-Classic mótinu.

Margir af efnilegustu kylfingum landsins eru í keppendahópnum. Má þar nefna hinn 14 ára gamla Sigurð Arnar Garðarsson úr GKG sem sigraði á fimm mótum af alls sex í sínum flokki á Íslandsbankamótaröðinni. Alls eru um 20 keppendur á Honda-Classic mótinu kylfingar sem eru 18 ára og yngri og hafa látið að sér kveða á Íslandsbankamótaröðinni svo um munar í sumar.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR, stigameistari í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni 2016 er á meðal keppenda á Honda-Classic mótinu. Meðalforgjöfin í kvennaflokki er 3,47 og Ragnhildur með lægstu forgjöfina eða 0,7.

Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5.

Það er að miklu að keppa fyrir kylfinga að safna stigum til þess að bæta stöðu sína og auka þar með möguleikana á að komast inn í „final four“ úrslitakeppnina sem fram fór í fyrsta sinn í sumar.

 

Exit mobile version