Símamótið.
Auglýsing

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni hefst á Hamarsvelli í Borgarnesi föstudaginn 2. júní. Mótið er fjórða mótið af alls átta á keppnistímabilinu 2016-2017 á mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti eins og öllum öðrum mótum á Eimskipsmótaröðinni.

Símamótið er síðasta mótið sem telur inn á stigalistann fyrir Íslandsmótið í holukeppni sem er næsta mótið í röðinni á Eimskipsmótaröðinni. Það eru því margir keppendur sem ætla sér að bæta stöðu sína og komast í hóp þeirra sem fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni.

Alls eru 80 keppendur skráðir til leiks og koma þeir kylfingar frá samtals 13 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur eru úr GR og næst flestir eru frá GKG.

Golfklúbbur Reykjavíkur (21)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (15)
Golfklúbburinn Keilir (12)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (11)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Setbergs (2)
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (2)
Golfklúbburinn Hamar Dalvík (2)
Golfklúbbur Suðurnesja (2)
Golfklúbbur Hveragerðis (1)
Golfklúbburinn Hellu (1)
Golfklúbburinn Leynir Akranesi (1)
Golfklúbbur Öndverðarness (1)
Golfklúbbur Selfoss (1)
Golfklúbbur Vestmannaeyja (1)

Forgjafartakmarkanir eru á Eimskipsmótaröðinni, 5,5 og lægra í karlaflokki og 8,5 og lægra í kvennaflokki.

Meðalforgjöfin í karlaflokki er 2,03 og 3,95 í kvennaflokki. Rúnar Arnórsson úr GK er með lægstu forgjöfina á Símamótinu eða -2,8 og þar á eftir kemur sigurvegarinn á Egils Gullmótinu fyrir hálfum mánuði, Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG með -2,5. Kristján Þór Einarsson GM er með -2,1 og Ragnar Már Garðarsson úr GKG er með -2,0.e

Böðvar Bragi Pálsson úr GR og Kinga Korpak úr GS eru yngstu keppendur mótsins en þau eru fædd árið 2003 og eru því 14 ára. Þau sigruðu bæði í sínum aldursflokki á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fór um s.l. helgi á Strandarvelli á Hellu

Meðaaldur keppenda er 23 ár en elsti keppandinn á Símamótinu er Jóhann Sigurðsson úr Golfklúbbi Vatnsleysustrandar en hann er 51 árs.

Alls eru sjö keppendur yfir fertugt eða verða fertugir á þessu ári á Símamótinu. Þar af eru tveir sem hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum golfi. Þeir Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Hamri á Dalví sem varð Íslandsmeistari árið 2005, og sexfaldi Íslandsmeistarinn Úlfar Jónsson úr GKG sem er 49 ára gamall. Úlfar og Heiðar verða í ráshóp með Hlyni Geir Hjartarsyni úr Golfklúbbi Selfoss á fyrsta keppnisdeginum. Hlynur, sem er 41 árs, hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni og verið stigameistari á Eimskipsmótaröðinni þrívegis. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS er 42 ára gamall en hann varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni árið 2001 og er hann á meðal keppenda á Símamótinu.

Kristján Þór Einarsson úr GM, sem varð Íslandsmeistari í golfi árið 2008, er efstur á stigalistanum í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni eftir þrjú mót af alls átta. Kristján Þór gat ekki verið með á þriðja mótinu, Egils Gullmótinu, á Hólmsvelli í Leiru fyrir tveimur vikum þar sem hann var að taka sveinspróf í húsasmíði.

 

Kristján Þór Einarsson. Mynd/seth@golf.is

Hér er stigalistinn fyrir Eimskipsmótaröðina:

Það er að miklu að keppa á Símamótinu þar sem að mótið er það síðasta sem telur inn á stigalistann fyrir Íslandsmótið í holukeppni, KPMG-bikarinn, sem fram fer í Vestmannaeyjum 22.-25. júní.

Hér má sjá stigalistann fyrir Íslandsmótið í holukeppni.

Staða efstu kylfinga á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar að loknum þremur mótum tímabilið 2016-2017.

Kvennaflokkur:

  1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 2400.00 stig
  2. Berglind Björnsdóttir, GR 2000.00 stig
  3. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 1550.00 stig
  4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 1125.00 stig
  5. Saga Traustadóttir,GR 1100.00 stig
  6. Eva Karen Björnsdóttir, GR 705.00 stig
  7. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 560.00 stig
  8. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK 450.00 stig
  9. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR 425.00 stig
  10. Heiða Guðnadóttir, GM 360.00 stig

Karlaflokkur:

  1. Kristján Þór Einarsson, GM 1500.00
  2. Tumi Hrafn Kúld, GA 1486.25
  3. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 1000.00
  4. Andri Már Óskarsson, GHR 999.17
  5. Hrafn Guðlaugsson, GSE 994.83
  6. Stefán Már Stefánsson, GR 952.50
  7. Heiðar Davíð Bragason, GHD 840.00
  8. Theodór Emil Karlsson, GM 773.33
  9. Ragnar Már Garðarsson, GKG 700.00
  10. Jóhannes Guðmundsson, GR 661.67

    Rástímar fyrir 1. keppnisdaginn af alls þremur hafa verið birtir:

    Verðlaunahafar á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017:

    Nýherjamótið Vestmannaeyjum, 2.-4. september 2016:

    1. Tumi Hrafn Kúld, GA (69-67-69) 205 högg -5
    2. Hrafn Guðlaugsson, GSE (72-64-69) 205 högg -5
    *Tumi sigraði í bráðabana.
    3.-4.Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (68-71-68) 207 högg  -3
    3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (68-66-73) 207 högg -31. Berglind Björnsdóttir, GR (73-74-75) 222 högg +12
    2. 
    Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (80-75-71) 226 högg +16
    3. Saga Traustadóttir, GR (77 -76-78) 231 högg +21
    Honda Classic, Garðavöllur Akranesi, 16.-18. september 2016:

    1. Kristján Þór Einarsson, GM (73-71-65) 209 högg -7
    2. Heiðar Davíð Bragason, GHD (71-75-73) 219 högg +3
    3.-6. Andri Már Óskarsson, GHR (74-79-69) 222 högg +6
    3.-6. Jóhannes Guðmundsson, GR (76-74-72) 222 högg +6
    3.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR (73-72-77) 222 högg +6

    1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-71-81) 229 högg +13
    2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (80 -74-83) 237 högg +21
    3. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-81-82) 245 högg +29

    Egils Gullmótið, Hólmsvöllur Leira, 18.-20. maí 2017:

    1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (73-67-71) 211 högg (-5)
    2. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-68-73) 214 högg (-2)
    3.- 4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (69-74-72) 215 högg (-1)
    3.- 4. Ingvar Andri Magnússon, GR (71-70-74) 215 högg (-1)

    1. Berglind Björnsdóttir, GR (77-71-74) 222 högg (+6)
    2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (71-78-76) 225 högg (+9)
    3. Saga Traustadóttir, GR (77 -78-75) 230 högg (+14)

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ