Íslandsbankamótaröðin.
Auglýsing

Keppnisdagskrá Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 liggur fyrir á golf.is. Alls verða mótin sex eins og undanfarin ár. Tæplega 200 kylfingar léku á Íslandsbankamótaröðinni á þeim sex mótum sem fram fóru sumarið 2015. Og til viðbótar tóku rúmlega 100 keppendur þátt á þeim sex mótum sem voru í boði á Áskorendamótaröðinni. Það er því spennandi keppnistímabil framundan á Íslandsbankamótaröðinni 2016.

[pull_quote_right]Fyrsta mótið á Íslandsbankamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru 27. -29. maí og Áskorendamótaröðin fer fram í Grindavík þessa sömu helgi.[/pull_quote_right]

Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Þorláksvelli og er það annað mót tímabilsins 10.-12. júní. Sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar 15.-17. júlí.

Áskorendamótaröðin fer fram samhliða Íslandsbankamótaröðinni. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni.

Í elsta aldursflokkunum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elstu aldursflokkarnir hefja því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17-18 ára, 15-16 ára, 14 ára og yngri.

Mótin á Íslandsbankamótaröðinni sumarið 2016:
27.-29. maí: Golfklúbbur Suðurnesja, Hólmsvöllur í Leiru. (1)
10.-12. júní: Golfklúbbur Þorlákshafnar, Þorláksvöllur. Íslandsmót í holukeppni (2).
15.-17 júlí: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, Leirdalsv. Íslandsm. í golfi (3)
5.-7. ágúst: Golfklúbbur Hellu, Strandarvöllur. (4)
26.-28. ágúst: Golfklúbbur Grindavíkur, Húsatóftavöllur. (5)
9.-11. september: Golfklúbburinn Keilir, Hvaleyrarvöllur. (6)

Mótin á Áskorendamótaröð Íslandsbanka sumarið 2016:
28. maí: Golfklúbbur Grindavíkur, Húsatóftavöllur. (1)
11. júní: Golfklúbbur Setbergs, Setbergsvöllur. (2)
6. júlí: Golfklúbbur Hveragerðis, Gufudalsvöllur. (3)
7. ágúst: Golfklúbburinn Glanni, Glannavöllur Borgarfirði. (4)
27. ágúst: Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, Kálfatjarnarvöllur. (5)
10. september: Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Bakkakotsvöllur. (6)

Íslandsbankamótaröðin
Íslandsbankamótaröðin
Íslandsbankamótaröðin
Íslandsbankamótaröðin
Íslandsbankamótaröðin
Íslandsbankamótaröðin
Íslandsbankamótaröðin
Íslandsbankamótaröðin

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ