Site icon Golfsamband Íslands

Spennandi riðlakeppni framundan í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni

Heiða Guðnadóttir og Axel Bóasson.

KPMG-bikarinn, Íslandsmót í holukeppni, fer fram á Hólmsvelli í Leiru og hefst mótið á laugardaginn. Mótið er jafnframt þriðja mót ársins á Eimskipsmótaröðinni. Alls eru 32 keppendur í karlaflokki og 24 í kvennaflokki.

Alls eru átta fjögurra manna riðlar í karlaflokki og komast tveir efstu úr hverjum riðli áfram í 16-manna úrslitin sem hefjast síðdegis á sunnudaginn. Undanúrslitaleikirnir fara fram fyrir hádegi mánudaginn 20. júní og úrslitaleikirnir fara fram eftir hádegi mánudaginn 20. júní.

Hér er hægt að skoða riðlaskiptinguna, úrslit leikja og rástíma.  Öll úrslit verða uppfærð í þessu skjali: 

Í kvennaflokki eru sex fjögurra manna riðlar, efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komast í 8-manna úrslit og tveir kylfingar til viðbótar sem eru með bestan árangur þeirra sem enda í 2. sæti í sínum riðli.

Heiða Guðnadóttir úr GM sigraði í kvennaflokki í fyrra þegar mótið fór fram á Akureyri og Axel Bóasson úr GK sigraði í karlaflokki. Heiða mætir í titilvörnina á sínum gamla heimavelli en Axel er upptekinn við verkefni erlendis á Nordic Tour mótaröðinni.

Flestir af bestu kylfingum landsins eru á meðal keppenda í KPMG-bikarnum, Íslandsmótið í holukeppni.

Riðlarnir eru þannig skipaðir og rástímarnir eru einnig hérna fyrir neðan:






 






 

Exit mobile version