/

Deildu:

Auglýsing

GKG ætlum að brydda upp á þeirri nýjung að taka þátttakendur í Íslandsmótinu í golfi í létt spjall eftir að degi lýkur. Spjallið mun eiga sér stað í hvíta tjaldinu á bílastæðinu og munu kylfingar spjalla um gang mála og tjá sig um stöðuna. Með þessum hætti geta áhorfendur upplifað betur gang mála og fengið það beint í æð hvernig hvernig þátttakendur eru að upplifa aðstæður.

Föstudaginn 25. Júlí kl. ca 20:00 munu þau Birgir Leifur Hafþórsson, Haraldur Franklín og Sunna Víðisdóttir spjalla við okkur og mun Úlfar Jónsson jafnframt slást í hópinn og gefa okkur upplýsingar um það hvernig völlurinn hefur verið að spilast fyrstu tvo dagana.

Laugardaginn munum við fá þá sem eru í toppbaráttunni í spjall kl. ca 18:00 og á Sunnudaginn kl 18:00 verða nýkrýndir íslandsmeistarar í panel.

Það er von okkar að þið fjölmennið í hvíta tjaldið og takið með þeim hætti þátt í spjallinu því við munum biðja um spurningar úr sal (eða réttara sagt … tjaldi ;-), segir á heimasíðu GKG

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ