Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar kemur fram að staðan á Lundsvelli sé góð. Breytingar sem gerðar voru í viðhaldi vallarins s.l. haust virðast hafa skilað árangri og ríkir bjartsýni fyrir komandi golfsumar á Lundsvelli. Golfklúbbur Akureyrar sér um viðhald Lundsvallar sem er staðsettur rétt við Vaglaskóg.
Síðastliðin föstudag var tekin staðan á flötunum á Lundsvelli og er óhætt að segja að staðan sé virkilega góð.
Það er snjór og klaki yfir öllum vellinum en þegar klakinn var brotinn og staðan tekin á nokkrum flötum kom í ljós iðagrænt og fallegt gras og yndisleg graslykt 🙂
Það ríkir því mikil bjartsýni fyrir komandi sumar á Lundsvelli.
Síðastliðið haust var viðhaldi aðeins breytt frá því sem verið hefur og voru flatirnar ekki slegnar eftir ca. 5 september og fóru þær því frekar loðnar inn í veturinn auk þess sem þær voru gataðar og áburður borinn á seint inn í haustið. Eru þær aðgerðir vonandi að skila góðum árangri.
