RÚV bein útsending.
Auglýsing

Þriðja keppnisdeginum bætt við í beina útsendingu RÚV frá Íslandsmótinu í golfi

Bein sjónvarpsútsending verður frá Hvaleyrarvelli frá Íslandsmótinu í golfi og er þetta í 20. sinn sem sýnt er frá keppni þeirra bestu á Íslandi. Eftir því sem best er vitað er Ísland eina landið sem sýnir frá landskeppni áhugakylfinga í viðamikilli beinni útsendingu í sjónvarpi.

Það er RÚV sem sér um útsendinguna. Margir koma að útsendingunni sem stendur yfir í þrjá tíma á laugardag og fjóra tíma á sunnudag. Í ár verður þriðja útsendingardeginum bætt við en einnig verður sýnt frá Íslandsmótinu á föstudeginum og er þetta í fyrsta sinn sem það er gert.

Þetta er í 20. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi en fyrsta útsendingin var árið 1998 á Hólmsvelli í Leiru. Þetta verður i sjötta sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á SÝN og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport.

Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir spennandi útsendingu fram undan í júlí og mikil tilhlökkun í herbúðum RÚV. „Það er gaman að segja frá því að nú bætist föstudagurinn við í beinni útsendingu. Mikilvægt er að missa ekki af höggi sem skiptir máli og þess vegna fjölgum við myndavélum úr 12 í 16 í ár og aldrei áður hafa svo margar myndavélar verið notaðar í beinni útsendingu frá Íslandsmótinu í golfi. Um 30 manns koma að þessari viðamiklu útsendingu.

Við hefjum útsendinguna kl. 13:00 föstudaginn 21. júlí, 12:30 laugardaginn 22. júlí og á lokahringnum 23. júlí byrjum við útsendinguna kl. 14.30 og fram til mótsloka sem eru áætluð um kl. 17.30. Þetta verður spennandi verkefni á glæsilegum keppnisvelli,“ segir Hilmar en almenn ánægja var í golfhreyfingunni með útsendinguna á RÚV frá Jaðarsvelli fyrir ári síðan.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ