Laust er til umsóknar starf móta- og kynningarstjóra Golfsambands Íslands. Starfsmaðurinn mun starfa á skrifstofu sambandsins í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, móta-, markaðs- og kynningarnefnd GSÍ og munu helstu verkefni starfsmannsins liggja á þeim sviðum. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf 1. mars 2020.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Yfirumsjón með golfmótum GSÍ. Skipulagning, framkvæmd og frágangur í samstarfi við mótanefnd GSÍ og golfklúbba.
- Skipulagning á markaðs- og kynningarstarfi GSÍ.
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Reynsla og þekking af sambærilegum störfum.
- Góð tölvukunnátta.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Þjónustulund, sveigjanleiki, sjálfstæði og jákvæðni.
Starfshlutfall er 100%
Umsókn, ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi, þarf að berast til GSÍ eigi síðar en 31. janúar 2020 á netfangið brynjar@golf.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Frekari upplýsingar um starfið veitir:
Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ