Site icon Golfsamband Íslands

Stefnir styður við bakið á söfnunarverkefni GSÍ og félags Úkraínumanna

Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur fyrir söfnun á því sem nýtist einna helst á þeim svæðum sem orðið hafa hvað verst úti vegna átaka í Úkraínu. Golfsamband Íslands leggur  söfnuninni lið í samstarfi við Golfsamband Úkraínu sem mun aðstoða við dreifingu á varningi frá landamærunum Póllands inn til Úkraínu. Vel hefur gengið að fá varning og stuðning frá einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum.

Stefnir samstarfsaðili Golfsambands Íslands hafa ákveðið að styðja verkefnið um 500.000 kr. og hvetur Stefnir önnur fyrirtæki sem tök hafa á, að gera slíkt hið sama.

„Stefnir er partur af golffjölskyldunni sem stendur saman, við viljum leggja okkar að mörkum með þessu þarfa átaki GSÍ og félagi Úkraínumanna á Íslandi. Takk kærlega fyrir ykkar þarfa framtak að hafa milligöngu að aðstoða félag Úkraínumanna á Íslandi.”

Jóhann G. Möller  framkvæmdastjóri Stefnis.

„Við erum virkilega þakklát Stefni okkar samstarfsaðila fyrir að leggja verkefninu sérstaklega stuðning og þannig gefa okkur aukinn meðbyr í þessu verkefni.“

Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

Golfsamband Íslands þakkar Stefni kærlega fyrir stuðninginn.
Fyrirtæki sem hafa hug á að leggja verkefninu stuðning eru hvött til að hafa samband við Brynjar Eldon Geirsson með tölvupósti á netfangið brynjar@golf.is.

Exit mobile version