Ólafía Þórunn tekur hér víti. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Tillögur að reglubreytingum hafa verið lagðar fram hjá R&A í Skotlandi og USGA í Bandaríkjunum. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi í ársbyrjun 2019. Margar áhugaverðar tillögur eru að finna á þessum lista -og flestar miða að því að einfalda hlutina fyrir kylfinga.

Helstu hugmyndir um breytingar eru eftirfarandi: 

  • Bolti hreyfist við leit. Ef bolti hreyfist við leit að honum er það vítalaust og boltinn er lagður aftur á fyrri stað. Ef sá staður er ekki þekktur er boltinn lagður á áætlaðan stað. 
  • Bolti hreyfist á flöt. Ef leikmaður veldur því af slysni að bolti hreyfist á flöt er það vítalaust og boltinn er lagður aftur á fyrri stað. Þessi regla hefur þegar verið innleidd á þann hátt að klúbbar og mótsstjórnir geta sett staðarreglu í þessa veru. 
  • Viðmið við ákvörðun um ástæðu þess að bolti hreyfðist. Í núverandi reglum telst leikmaður hafa valdið hreyfingu bolta ef meiri líkur en minni eru á að hann hafi valdið hreyfingunni. Lagt er til að leikmaður teljist hafa valdið hreyfingunni er það er vitað eða nánast öruggt að hann hafi valdið hreyfingunni (a.m.k. 95% vissa). 
  • Bolti óvart sveigður úr leið. Ef bolti lendir óvart í leikmanninum, útbúnaði hans, kylfubera, einhverjum sem gætir flaggstangarinnar fyrir leikmanninn eða í flaggstönginni er það vítalaust. 
  • Bolti látinn falla. Ekki þarf lengur að láta boltann falla úr axlarhæð, eina skilyrðið er að boltanum sé haldið á lofti og að hann snerti ekki gras eða annan gróður þegar hann er látinn falla. 
  • Afmörkun svæðis þar sem láta á bolta falla. Í stað einnar eða tveggja kylfulengda er miðað við 20 og 80 tommur. 
  • Leitartími. Leitartími styttist úr 5 mínútum í 3 mínútur. 
  • Sokkinn bolti. Lausn er veitt frá sokknum bolta hvar sem er nema í sandi. 
  • Skipt um bolta. Skipta má um bolta hvenær sem tekið er víti eða frílausn, t.d. frá óhreyfanlegum hindrunum. 
  • Púttað í flaggstöngina. Það er vítalaust þótt púttað sé af flötinni og boltinn hittir flaggstöngina í holunni. 
  • Skemmdir á flötum. Í stað þess að einungis megi lagfæra boltaför og gamla holutappa á flötum má lagfæra svo til allar skemmdir, s.s. takkför. 
  • Að snerta púttlínuna. Það er vítalaust þótt leikmaður snerti púttlínuna, svo framarlega sem það bæti ekki aðstæður fyrir næsta högg. 
  • Bolti hreyfist eftir að honum hefur verið lyft og hann lagður aftur. Ef bolti hreyfist eftir að lega hans hefur verið merkt, honum lyft og hann lagður aftur á alltaf að leggja hann aftur á fyrri stað, jafnvel þótt hann hafi fokið. 
  • Kylfuberi merkir og lyftir bolta á flöt. Ekki er lengur víti þótt kylfuberi merkir og lyftir bolta leikmannsins á flöt, án sérstakra fyrimæla leikmannsins. 
  • Vítasvæði. Mótsstjórnir mega merkja hvaða svæði sem er sem “vítasvæði” með gulum eða rauðum stikum, svo sem skóg, hraun o.s.frv. 
  • Lausn “hinum megin” í rauðmerktum svæðum. Ekki er lengur leyft að taka víti “hinum megin” við torfæruna í rauðmerktum svæðum, nema mótsstjórn setji staðarreglu í þá veru. 
  • Takmarkanir í “vítasvæðum”. Ekki er lengur bannað að snerta eða hreyfa lausung í “vítasvæðum”, s.s. vatnstorfærum. 
  • Takmarkanir í glompum. Ekki er lengur bannað að snerta eða hreyfa lausung í glompum. 
  • Sandur snertur í glompu. Minni takmarkanir eru á því að hreyfa við sandi í glompu þegar boltinn er í glompunni. 
  • Bolti dæmdur ósláanlegur í glompu. Ný regla leyfir leikmanni að taka víti upp úr glompu, gegn tveimur vítahöggum. 
  • Skemmdar kylfur. Nota má kylfur sem hafa skemmst við leik, hvernig svo sem þær skemmdust. 
  • Fjarlægðarmælar. Ekki þarf lengur að setja staðarreglu til að leyfa notkun fjarlægðarmæla. Mótsstjórn getur á hinn bóginn bannað notkun fjarlægðarmæla, með staðarreglu. 
  • Nýtt leikform. Kynnt er nýtt leikform, „hámarksskor“ þar sem sett er hámarksskor á holu og leikmenn hætta leik á holu þegar því hámarki er náð.Hörður Geirsson tók saman:

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ