Unnið er að því að opna Haukadalsvöll við Geysi á ný.
Vonir standa til að hann verði opnaður nú síðsumars 2019, en allt er
það þó háð veðri, úrkomu og hitastigi.
Völlurinn var ekki opnaður í fyrra. Mikið kal var í vellinum eftir veturinn og grasið á flestum flötum vallarins var illa farið.
Eigendur og rekstraraðilar vallarins lögðust í endursáningar í fyrrasumar og munu halda því áfram, en stefnt er að því að koma Haukadalsvelli í gott horf aftur sem allra fyrst.
Unnið er að því að breikka brautir meðfram Almenningsánni.
Völlurinn verður rekinn í samstarfi við eigendur Hótel Geysis og klúbbhúsið flyst aftur á þann stað þar sem það var þegar Haukadalsvöllur var opnaður.
Vellinum verður breytt að því leiti að 1. brautin verður á sínum upphaflega stað við Geysissvæðið og 9. flötin verður einnig á því svæði.
Eins og áður segir verður aðstaða klúbbsins flutt aftur í gamla golfskálann eða (Gistiheimilið Geysir), þar sem í dag er rekið hótelið Litli-Geysir.
