Golfsamband Íslands

Stelpu-Golfsumarið 2021 fær frábærar viðtökur hjá golfsamfélaginu á Íslandi

„Markmiðið með verkefninu Stelpu- Golfsumarið 2021 er að hvetja konur að spila golf út um allt land – já eða alla. Við byrjuðum fyrir rétt rúmri viku síðan og í einu orði sagt hafa viðtökur golfsamfélagsins á Íslandi verið frábærar,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir, PGA-kennari, sem stendur á bak við þetta áhugaverða verkefni.

Stelpu-Golfsumarið 2021 gengur út á það að bæði konur og karlar geta tekið þátt og skráð sig í gegnum vefsíðuna golfsumarið.is.

„Við erum hæstánægð með viðtökurnar og fyrstu dagarnar hafa farið fram úr okkar allra björtustu vonum. Fjöldi vinninga er að nálgast 100 og við höfum því ákveðið að framlengja Golfsumarið til 20 ágúst,“ segir Hulda Birna en fyrstu vinningarnir voru dregnir út miðvikudaginn 21. júlí.

Það er frítt að skrá sig til leiks en Golfsumarið er knúið áfram af Golf80.com – þannig að við innskráningu verður til Golf80 notandi og þátttakendur sjá þar með öll Golfsumars-skorin sín í Golf80.

Smelltu hér til að skrá þig.

Hulda bætir því við að í upphafi hafi verið smá hnökrar á skráningarkerfinu hvað varðar að skrá skor þátttakenda en því hafi nú verið kippt í liðinn.

<strong>Hulda Birna Baldursdóttir<strong>

„Framundan eru skemmtilegustu vikur sumarsins og við eigum eftir að draga í það minnsta kosti 2 vinninga út á hverjum degi í heilan mánuð.

Þeir sem taka þátt eru því hvattir til að setja sem flest skorkort í pottinn og hvetja vini og vandamenn til að drífa sig út á völl. Eftir 20. ágúst verða stærri vinningar dregnir út.

Þátttakendur fá ýmsar áhugverðar upplýsingar á vefsíðunni – tölfræði og ýmislegt annað sem er hvetjandi að gera betur búa til innbyrðis keppni t.d. á milli landshluta hvað varðar leikna hringi og ýmislegt annað. “

https://www.golf.is/wp-content/uploads/2021/07/video02.mp4
Exit mobile version