Site icon Golfsamband Íslands

Stelpurnar okkar keppa á HM í Japan

Íslenska kvennalandsliðið í golfi keppir á HM kvenna sem fram fer á Karuizawa golfsvæðinu í Japan dagana 2.-6. september. Mótið  er 72 holu höggleikur og taka alls 49 þjóðir þátt. Tvö bestu skorin hjá hverri þjóð telja í liðakeppninni á hverjum degi keppnisdagana fjóra og keppnin er einnig einstaklingskeppni.

Keppt er um Espirito Santo Trophy bikarinn en lið Suður Kórea er ríkjandi heimsmeistari. Leikið er á Karuizawa svæðinu (Iriyama Course) og  (Oshitate Course), sem eru u.þ.b. 200 km frá Tokyo inni í miðju landi.

Hér má nálgast heimasíðu mótsins.

 

Keppendur:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR
Sunna Víðisdóttir GR
Liðsstjóri: Haukur Örn Birgisson
Þjálfari: Úlfar Jónsson
 
Dagskrá mótsins:
Espirito Santo Trophy (konur)
Karuizawa  (Iriyama Course and Oshitate Course)
Æfingahringir : 1.- 2.  september 2014
Keppnisdagar : 3.- 6.  september 2014
Exit mobile version