/

Deildu:

Auglýsing

Eins og við greindum frá fyrir nokkru fóru fjölmargir kylfingar í æfingarferð á vegum Golfsambandsin. Það eru þeir Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðarlandsliðsþjálfari sem fara fyrir hópnum, þeir sendu okkur nokkrar línur.

“Það fer vel um okkur hér á Morgado í Portúgal. Það er fínasta gluggaveður, sól en svalt. Við nýtum tímann vel og æfingar hafa gengið að óskum, allir í hópnum mjög einbeittir og áhugasamir. Áherslan er fyrst og fremst á leikæfingu og allt sem því fylgir, eins og undirbúning, markmiðasetningu, leikskipulag og hugarfar. Síðan setjum við Birgir Leifur upp keppnir á hverjum degi enda mikilvægt að þjálfa keppnisskapið.

Í dag hófst mót á vellinum sem er hluti af Jamega og Algarve Pro Tour atvinnumannamótaröðinni, og bauðst okkur óvænt tækifæri að skrá 6 keppendur í mótið, sem við nýttum okkur. Þeir Axel, Bjarki, Gísli, Kristján Þór, sem keppa í næstu viku á Portuguese Amateur, auk Stefáns Þórs og Fannars Inga munu taka þátt í þessu móti. Um 75 keppendur eru skráðir til leiks þ.á.m. 8 kylfingar af Challenge túrnum og a.m.k. einn fyrrum sigurvegari á Evróputúrnum, Scott Drummond.”

Hópurinn er væntanlegur heim á mánudaginn, við sendum þeim auðvita góðar kveðjur héðan með von um góðann árangur i mótinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ