Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram s.l. sunnudagskvöld að loknu fimmta og síðasta móti tímabilsins á mótaröð yngri afrekskylfinga Íslands.
Alls voru sjö stigameistarar krýndir á lokahófinu sem fram fór í íþróttamiðstöð GKG. Efnilegustu kylfingar Íslandsbankamótaraðarinnar voru útnefndir. Þau eru Birgir Björn Magnússon, GK og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG.
Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ fékk góða aðstoð við að veita viðurkenningar á lokahófinu.
Íslandsmeistararnir úr Keili og atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Bjögvinsdóttir og Axel Bóasson tóku þátt í að afhenda verðlaunin. Vilhelm Þorsteinsson var fulltrúi Íslandsbanka – aðalsamstarfsaðila GSÍ á þessari mótaröð undanfarin misseri.
Þrír efstu á stigalista Íslandsbankamótaröðinni 2018:
14 ára og yngri:
1. Dagur Fannar Ólafsson, GKG 6325.00 stig
2. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 5367.50 stig
3. Jóhannes Sturluson, GKG 5240.00 stig
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 7552.50 stig
2. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 6615.00 stig
3. María Eir Guðjónsdóttir, GM 6332.50 stig
15-16 ára:
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 6685.00 stig
2. Lárus Ingi Antonsson, GA 6050.62 stig
3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GS 5492.00
stig
1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 6210.00 stig
2. Ásdís Valtýsdóttir, GR 5315.00 stig
3. Kinga Korpak, GS 5057.50 stig
17-18 ára:
1. Viktor Ingi Einarsson, GR 6162.50 stig
2. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 6100.00 stig
3. Kristófer Karl Karlsson, GM 5275.00 stig
1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 7220.00 stig
2. Árný Eik Dagsdóttir, GKG 6122.50 stig
3. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 5325.00
stig
19-21 ára:
1. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 4130.00 stig
2. Birgir Björn Magnússon, GK 4120.00 stig
3. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG 3382.50
stig